Guðjón Bjarnason (Svaðkoti)
Jump to navigation
Jump to search
Guðjón Bjarnason, barn frá Svaðkoti, fæddist 16. marz 1873 og lést 23. mars 1873 „úr venjulegri barnaveiki“.
Foreldrar hans voru Bjarni Ólafsson sjávarbóndi í Svaðkoti og kona hans Ragnheiður Gísladóttir húsfreyja.
Barnið var jarðsett 30. mars 1873.
Við dánarskráningu barnsins er ritað: „Þetta barn er hinn 1. dáni, sem grafinn er í nýjum kirkjugarðsreiti, (er liggur austan þvert fyrir hinum gamla kirkjugarði), sem vígður var um leið og það var jarðað.“
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.