Guðjónína Gunnsteinsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðjónína Gunnsteinsdóttir (einnig ritað Guðjónía) ráðskona, síðast búsett í Garðsauka, fæddist 12. apríl 1887 í Mýrdal og lést 14. september 1965 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Gunnsteinn Jónsson sjómaður í Hólshúsi, f. 10. október 1859, d. 8. október 1892, og Sigríður Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 3. september 1861, d. 5. júni 1949.

Guðjónína fluttist úr Mýrdal að Hólshúsi með foreldrum sínum á 1. ári.
Hún ólst upp í Hólshúsi með foreldrum sínum meðan faðir hennar lifði og síðan með móður sinni til 1894.
Hún var flutt 8 ára frá Hólshúsi „á Land“ (svo í skránni), var léttastúlka í Syðstu-Mörk u. V-Eyjafjöllum 1901, „aðkomandi“ í Seli í Landeyjum 1910, en heimili í Breiðholti, vinnukona á Lundi 1920.
Guðjónína var lengi ráðskona hjá Árna Jónssyni í Garðsauka.
Hún lést 1965, þá til heimilis í Garðsauka.
Guðjónína var ógift og barnlaus í Eyjum.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Garður.is.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.