Guðfinna Þorsteinsdóttir (Kornhól)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðfinna Þorsteinsdóttir vinnukona í Kornhól fæddist á Strönd á Rangárvöllum, var skírð 16. apríl 1766 og lést 3. júlí 1834 í Kornhól.
Foreldrar hennar voru Þorsteinn Þórðarson frá Slýjum í Meðallandi, bóndi á Strönd, f. 1721, var á lífi 1784, og kona hans Ingunn Þórðardóttir húsfreyja frá Ystakoti í Landeyjum, f. 1727.

Guðfinna var vinnukona í Odda á Rangárvöllum 1801.
Hún var komin að Dölum 1816, var vinnukona í Stakkagerði 1820-1824, á Ofanleiti 1825, í Kornhól 1826 -dd.
Hún lést 1834.
Guðfinna var ógift og barnlaus í Eyjum.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rangvellingabók. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.