Guðbjörg H. Sveinsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðbjörg Halldóra Sveinsdóttir frá Sandvík á Barðsnesi við Norðfjörð, húsfreyja fæddist 5. febrúar 1916 og lést 14. apríl 1992.
Foreldrar hennar voru Sveinn Guðmundsson frá Háu-Kotey í Meðallandi, V.-Skaft., f. 21. september 1883, d. 10. október 1932, og kona hans Oddný Halldórsdóttir frá Sandvíkurseli, f. 5. september 1892 á Þuríðarstöðum í Eiðaþinghá, d. 15. febrúar 1976.

Guðbjörg var með foreldrum sínum.
Hún var vetrarstúlka á Akureyri 1930, vann við fiskiðnað, var matráðskona, starfaði síðar í Innri-Njarðvík. Síðar vann hún hjá Granda í Reykjavík.
Hún flutti til Eyja, var í Varmadal með Stefáni og barninu Tryggva 1940, ein með barninu Ingunni þar 1944.
Guðbjörg veiktist og varð að dvelja á sjúkrastofnunum í hartnær þrjá áratugi.
Eftir að bata fór að gæta bjó hún í sambýli á Laugarási í Reykjavík og síðar í íbúð á vegum Öryrkjabandalagsins í Kópavogi og gat unnið.
Guðbjörg Halldóra lést 1992 og var jörðuð við hlið Tryggva sonar síns í Eyjum.

I. Sambúðarmaður Guðbjargar var Stefán Nikulásson, sjómaður, stýrimaður, skipstjóri, þingvörður, f. 6. júlí 1913, d. 7. ágúst 2001.
Börn þeirra:
1. Tryggvi Stefánsson, f. 10. júlí 1940 í Varmadal, d. 17. janúar 1941.
2. Ingunn Stefánsdóttir húsfreyja, f. 10. desember 1941. Fyrrum maður hennar Ingvi Jón Einarsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.