Guðbjörg Árnadóttir (hjúkrunarfræðingur)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Guðbjörg Árnadóttir.

Guðbjörg Árnadóttir yfirhjúkrunarfræðingur, forstöðumaður fæddist 7. maí 1893 í Narfakoti í Njarðvíkum, Gull. og lést 16. desember 1968.
Foreldrar hennar voru Árni Pálsson frá Rauðsbakka u. A.-Eyjafjöllum, útvegsbóndi, kennari, f. 18. apríl 1854, d. 27. júní 1900, og kona hans Sigríður Magnúsdóttir frá Arngeirsstöðum í Fljótshlíð, húsfreyja, f. 23. júlí 1855, d. 18. október 1939.

Guðbjörg missti föður sinn, er hún var sjö ára.
Hún nam í Kvennaskólanum í Reykjavík 1909-1911, lauk hjúkrunarnámi í Rigshospital í Khöfn í apríl 1925.
Guðbjörg var hjúkrunarfræðingur í Franska spítalanum í Rvk febrúar 1919 til 9. september 1926, í Barnaskóla Rvk október 1926 til 1929, hjá Hjúkrunarfélagi Rvk í 6 mánuði, í Sjúkrahúsinu í Eyjum maí 1929 til ágúst 1945, var forstöðukona barnaheimilisins að Kumbaravogi, síðar Reykjahlíð september 1945 til júlí 1961.
Fóstursonur Guðbjargar er Már Gunnþórsson, f. 2. janúar 1953.
Guðbjörg lést 1968.



Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.