Gréta Þorsteinsdóttir (húsfreyja)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Gréta Þorsteinsdóttir húsfreyja fæddist 29. júlí 1934 og lést 14. nóvember 2015.
Faðir hennar var Þorsteinn sjómaður á Sauðárkróki, f. 14. maí 1895, d. 25. október 1962, Sigurðsson bónda í Hólakoti á Höfðaströnd við Eyjafjörð, f. 20. júní 1851 á Karlsá á Upsaströnd þar, d. 23. maí 1910 í Hólakoti, Jónssonar bónda á Arnarstöðum í Sléttuhlíð í Skagafirði, f. 6. júní 1822, d. 17. febrúar 1906, Jónssonar og konu Jóns á Arnarstöðum, Gunnhildar frá Stóru-Hámundarstöðum í Eyjafirði, f. 10. september 1813, d. 21. desember 1910, Hallgrímsdóttur.
Móðir Þorsteins og kona Sigurðar í Hólakoti var Guðlaug Rósa húsfreyja, f. 31. ágúst 1852 í Vallasókn í Eyjafirði, d. 26. apríl 1926, Þorsteinsdóttir bónda á Skáldalæk í Eyjafirði, f. 3. september 1830, d. 12. janúar 1869, Sigurðssonar og fyrri konu Þorsteins, Kristínar húsfreyju, f. 18. febrúar 1830, d. 10. október 1853, Jónsdóttur.

Móðir Grétu og kona Þorsteins var Ingibjörg húsfreyja, f. 4. júní 1905, d. 1. mars 1999, Konráðsdóttir bónda í Brekkukoti fremra í Blönduhlíð í Skagafirði, f. 30. júní 1861, d. 9. ágúst 1931 á Sauðárkróki, Bjarnasonar bónda á Brekku og Elivogum í Skagafirði, f. 10. desember 1826, d. 1. ágúst 1882, Bjarnasonar og barnsmóður Bjarna á Brekku, Karólínu, síðar húsfreyju í Miklagarði á Langholti í Skagafirði, f. 10. janúar 1843 á Ytra-Skörðugili á Langholti, d. 9. júlí 1895 í Miklagarði þar, Jóhannesdóttur.
Móðir Ingibjargar Konráðsdóttur var Rósa, f. 29. ágúst 1867, d. 22. ágúst 1940, Magnúsdóttir bónda í Leyningi í Eyjafirði og Torfmýri í Skagafirði, f. 1836 í Flugumýrarsókn þar, d. 1898 í Vaglagerði í Miklabæjarsókn þar, Jónassonar og konu Magnúsar, Sigurrósar húsfreyju, f. 1834 í Miklagarðssókn, d. 1904, Sigurðardóttur.

Maður Grétu var Gísli Bryngeirsson úrsmiður frá Búastöðum eystri, f. 13. maí 1928. Þau giftust í desember 1955.
Gréta vann við fyrirtæki þeirra Gísla auk húsmóðurstarfa.
Þau dvöldu að síðustu í Hraunbúðum.
Gísli lést 2014 og Gréta 2015.
Börn Grétu og Gísla:
1. Lovísa Gísladóttir, f. 22. nóvember 1952.
2. Steinunn Ingibjörg Gísladóttir, f. 16. febrúar 1954.
3. Konráð Gíslason, f. 20. ágúst 1960.
4. Hrafnhildur Gísladóttir, f. 22. ágúst 1962. Hún dó 6 mánaða gömul.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Skagfirskar æviskrár – Tímabilið 1850-1890. Margir höfundar, en aðalhöfundur: Guðmundur Sigurður Jóhannsson. Umsjón og ritstjórn: Hjalti Pálsson frá Hofi. Sögufélag Skagfirðinga, Sauðárkróki 1981-1999.
  • Skagfirskar æviskrár – Tímabilið 1890-1910. Margir höfundar. Ritstjóri: Eiríkur Kristinsson. Sögufélag Skagfirðinga, Sauðárkróki 1964-1972.
  • Gísli Bryngeirsson.
  • Manntöl.
  • Íslendingabók.is.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.