Gissur Helgason (kennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Gissur Helgason.

Gissur Ísleifur Helgason frá Akureyri, kennari fæddist þar 23. mars 1942.
Foreldrar hans voru Helgi Ólafsson kennari, f. 10. október 1899, d. 13. maí 1976 og kona hans Valý Þorbjörg Ágústsdóttir húsfreyja, f. 23. júní 1904, d. 20. janúar 1999.

Gissur varð gagnfræðingur í Héraðsskólanum á Núpi 1958, lauk kennaraprófi 1962, nam í Kennaraháskólanum í Khöfn 1967-1968 og 1977 og 1978. Hann lærði dönsku, almenna bókmenntafræði og mannfræði í HÍ 1979-1980 og hefur sótt ýmis námskeið heima og erlendis.
Gissur var kennari við Barnaskólann í Eyjum 1962-1963, við Barna- og unglingaskólann í Njarðvík 1963-1972, Gagnfræðaskóla Keflavíkur 1972-1975, var stundakennari í Iðnskólanum í Keflavík 1973-1975, námsflokkum Keflavíkur 1971-1972. Hann var kennari í Kongevejensskole Virum í Khöfn 1975-1976, við Fjölbrautarskóla Suðurnesja frá 1976. Hann kenndi lítillega á námskeiðum fyrir dönskukennara í K.H.Í.
Gissur vann á skrifstofu félagsmálastofnunar í Khöfn sumarið 1970, var ,,fritids pædagog“ í Khöfn 1971, í sjúkrasamlagsnefnd Njarðvíkurhrepps 1970-1974, í bókasafnsnefnd frá 1974, formaður 1974-1976, var varalandsforseti Junior Chambers á Íslandi 1976-1977, forseti J.C. á Suðurnesjum 1977-1978, formaður kennarafélags Fjölbrautarskóla frá stofnun til 1978, í skólaráði Fjölbrautarskóla Suðurnesja frá stofnun.
Rit: (Allt þýtt og endursagt og samið:
Kaupsýsluæfingar-stjórnunarnámskeið, 1974.
LIA-handbók fyrir stjórnendur og LIA-handbók fyrir námskeiðsþátttakendur, 1974.
Leiðbeiningar um gerð langtímaáætlunar, 1976.
Handbók í almenningstengslum, 1976.
Skipulagning J.C.-félaga, 1977.
Tvær námsbækur í dönsku, 1978.
Kennslubók í dönsku, 1982.
Grein um Papa á Íslandi, í Lesbók Morgunblaðsins 17. janúar 1971.
Greinar í blöðum, einkum um J.C.-hreyfinguna.
Ritstjórn: Hagsmunir Suðurnesja frá 1983.
Þau María giftu sig 1962, eignuðust þrjú börn, en skildu.

I. Kona Gissurar, (18. ágúst 1962, skildu), er María Sveinbjörnsdóttir, f. 7. desember 1944. Foreldrar hennar voru Sveinbjörn Ólafsson rennismiður í Hafnarfirði, f. 17. október 1916 á Syðri-Velli í Flóa, d. 30. maí 2012, og kona hans Borghildur Svanlaug Þorláksdóttir frá Veiðileysu á Ströndum, húsfreyja, f. 28. júní 1924, d. 23. ágúst 2013.
Börn þeirra:
1. Sveinbjörn Gissurarson, f. 17. maí 1962.
2. Helgi Gissurarson, f. 29. nóvember 1966.
3. Ágústa Hildur Gissurardóttir, f. 9. nóvember 1968.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Morgunblaðið.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.