Gestur Haraldsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Gestur Haraldsson bifvélavirkjameistari fæddist 9. febrúar 1959.
Foreldrar hans Jóna Sigurlásdóttir húsfreyja, verkakona, f. 11. júlí 1940, d. 10. febrúar 2018, og Haraldur Gestsson sjómaður, sláturhússstjóri, verslunarstjóri, f. 8. ágúst 1938, d. 25. nóvember 2004.

Þau Kristbjörg giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau búa á Selfossi.

I. Kona Gests er Kristbjörg Óladóttir húsfreyja, félagsliði, f. 24. október 1960. Foreldrar hennar Óli Guðmundur Steinar Jörundsson, f. 23. maí 1933, d. 3. október 2021, og Agnes Kristín Eiríksdóttir, f. 13. september 1940, d. 10. mars 1996.
Börn þeirra:
1. Agnes Kristín Gestsdóttir, f. 6. maí 1982.
2. Karen Gestsdóttir, f. 28. apríl 1988.
3. Elín Gestsdóttir, f. 30. júní 1990.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.