Gísli V. Gíslason (Arnarnesi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Gísli Vilhjálmur Gíslason sjómaður, vélstjóri fæddist 20. október 1928 og drukknaði 9. nóvember 1959 .
Foreldrar hans voru Gísli Vilhjálmsson útgerðarmaður, lýsiskaupmaður, síðar á Akranesi, f. 26. janúar 1899, d. 10. maí 1975, og fyrri kona hans Hildur Jóhannesdóttir frá Neskaupstað, húsfreyja, f. 23. ágúst 1906, d. 21. apríl 1941.
Fósturmóðir hans var Ingveldur Árnadóttir á Litla-Bakka á Akranesi, móðurmóðir hans, f. 29. maí 1872, d. 28. mars 1950.

Börn Hildar og Gísla:
1. Jóhanna Gísladóttir, f. 26. september 1926, d. sama ár.
2. Gísli Vilhjálmur Gíslason sjómaður, vélstjóri, f. 20. október 1928, drukknaði 9. nóvember 1959. Sambúðarkona hans Jóna Sólveig Magnúsdóttir.
3. Eyrún Gísladóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 17. janúar 1931. Maður hennar sr. Árni Sigurðsson.
4. Ingvi Gíslason, f. 10. apríl 1935, d. sama ár.

Gísli var með foreldrum sínum, í Neskaupstað, á Arnarnesi í Eyjum og á Akranesi.
Hann lauk vélstjórprófi á Eskifirði 1948.
Gísli átti lengst heima á Akranesi, við Vesturgötu 103 (Litla-Bakka), en síðustu tvö ár sín átti hann heima á Hofsósi.
Þau Jóna Sólveig hófu sambúð, eignuðust þrjú börn.
Gísli bjó með Öldu á Hofsósi síðustu ár sín..
Hann fórst með bátnum Svani frá Hofsósi 1959.

I. Fyrrum sambúðarkona Gísla var Jóna Sólveig Magnúsdóttir, f. 18. október 1928 á Vattarnesi við Reyðarfjörð, d. 16. maí 2004. Foreldrar hennar voru Magnús Jónsson, f. 6. maí 1903, d. 31. október 1942, og Þorbjörg Bjarnadóttir, f. 17. janúar 1910, d. 9. febrúar 1982.
Börn þeirra:
1. Hildur Eyrún Gísladóttir húsfreyja í Bandarikjunum, f. 26. september 1949.
2. Inga Jóhanna Gísladóttir, f. 12. apríl 1952, d. 23. febrúar 1953.
3. Agnar Gíslason, f. 1954.

II. Sambúðarkona Alda Jóhannsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Æviskrár Akurnesinga. Ari Gíslason. Sögufélag Borgfirðinga 1982-1987.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.