Gísli Hallgrímsson (Hraunbúðum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Gísli Hallgrímsson vinnumaður, vélstjóri, bifreiðastjóri fæddist á Dalvík 8. nóvember 1914 og lést 9. september 1996 í Hraunbúðum
Foreldrar hans voru Hallgrímur Gíslason sjómaður á Dalvík, f. 1. desember 1880, d. 22. júlí 1964 og kona hans Hansína Jónsdóttir húsfeyja, f. 5. ágúst 1886, d. 15. júlí 1956.

Gísli var tökubarn á Hofsá í Svarfaðardal 1920, vinnumaður þar 1930.
Hann var síðar bifreiðastjóri á Selfossi.
Þau Sigríður giftu sig, eignuðust sex börn. Þau bjuggu á Selfossi og Siglufirði, fluttu til Eyja, bjuggu á Hásteinsvegi 7. Gísli dvaldi síðast í Hraunbúðum.

I. Kona Gísla, (skildu 1969), var Sigríður Guðlaugsdóttir húsfreyja, f. 16. júní 1918 á Siglufirði, d. 5. mars 1992.
Börn þeirra:
1. Rögnvaldur Gíslason, f. 19. ágúst 1943. Kona hans Sigríður Andersen.
2. Sigurður Gíslason, f. 15. júlí 1948, drukknaði 3. júní 1957.
3. Svanhildur Gísladóttir húsfreyja, f. 29. ágúst 1949. Maður hennar Guðjón Róbert Sigurmundsson.
4. Hansína Halldóra Gísladóttir, f. 7. september 1951. Sambúðarmaður hennar Ólafur Egilsson.
5. Sigríður Gísladóttir, f. 16. júní 1957.
6. Flosi Jónsson, f. 28. september 1954. Hann varð kjörbarn. Kjörforeldrar hans var Margrét Baldvinsdóttir, f. 17. ágúst 1927, d. 24. desember 2008 og Jón Björnsson, f. 6. júní 1918, d. 8. september 1981.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.