Friðborg Hauksdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Friðborg Hauksdóttir húsfreyja, verslunarstjóri í Þorlákshöfn fæddist 6. september 1968.
Foreldrar hennar voru Haukur Kristjánsson sjómaður, vélstjóri, bifreiðastjóri, f. 2. apríl 1930, d. 16. október 2015, og Ester Friðjónsdóttir húsfreyja, f. 17. ágúst 1932, d. 4. ágúst 2005.

Börn Esterar og Hauks:
1. Birkir Hauksson, f. 25. nóvember 1962. Hann var kjörbarn. Faðir hans Herbert Árnason, f. 6. apríl 1939. Móðir hans Edda Kristjánsdóttir, f. 13. febrúar 1939, systir Hauks.
2. Friðborg Hauksdóttir, f. 6. september 1968.
3. Karen Hauksdóttir Esterardóttir, f. 4. febrúar 1973.

Þau Grímur Víkingur giftu sig, eignuðust fjögur börn. Þau skildu.
Þau Páll Hjaltalín giftu sig, hafa ekki eignast börn saman.

I. Fyrrum maður Friðborgar er Grímur Víkingur Þóarinsson úr Þorlákshöfn, smiður, f. 4. ágúst 1966. Foreldrar hans Þórarinn Víkingur Grímsson, f. 15. apríl 1945, d. 14. júní 2017, og Valgerður Jóhannesdóttir, f. 10. desember 1947.
Börn þeirra:
1. Þórarinn Víkingur Grímsson, f. 8. nóvember 1990.
2. Haukur Andri Grímsson, f. 22. janúar 1995.
3. Daníel Heiðar Grímsson, f. 4. nóvember 1997.
4. Kristófer Víkingur Grímsson, f. 15. janúar 2007.

II. Maður Friðborgar er Páll Hjaltalín Árnason úr Mývatnssveit, vörubílstjóri, f. 30. mars 1976. Foreldrar hans Árni Pálsson, f. 24. febrúar 1950, d. 18. maí 2022, og Guðríður Gyða Halldórsdóttir, f. 3. ágúst 1951.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.