Fríður Alfreðsdóttir (Hvassafelli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
(Endurbeint frá Fríður Alfreðsdóttir)
Fara í flakk Fara í leit

Fríður Alfreðsdóttir frá Hvassafelli, húsfreyja fæddist 16. ágúst 1942 og lést 1. maí 1974.
Foreldrar hennar voru Jón Alfreð Sturluson málarameistari, f. 23. nóvember 1912 á Búastöðum, d. 31. október 1983, og kona hans Steinunn Jónsdóttir frá Lágafelli í Staðarsveit, f. 3. febrúar 1919, d. 16. apríl 2006.

Systir Fríðar var
1. Guðrún Alfreðsdóttir, f. 27. júlí 1939, d. 17. apríl 2016.

Fríður var með foreldrum sínum í æsku. Þau Sæmundur giftu sig 1966, eignuðust eitt barn. Þau voru skamma stund í Reykjavík, fluttust til Eyja og bjuggu á Búastaðabraut 3 til Goss.
Þau fluttust á Selfoss. Fríður veiktist og lést á Reykjalundi 1974.
Sæmundur býr á Selfossi.

I. Maður Fríðar, (12. mars 1966), er Sæmundur Sigurbjörn Sæmundsson frá Oddhól, bifvélavirki, þungavinnuvélstjóri, bæjarstarfsmaður, f. 11. júní 1943.
Barn þeirra:
1. Haraldur Sæmundsson rafeindafræðingur, tölvunarfræðingur, f. 13. september 1966.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.