Erla Ólafsdóttir (hjúkrunarfræðingur)
Erla Ólafsdóttir frá Ísafirði, hjúkrunarfræðingur fæddist þar 29. júlí 1950.
Foreldrar hennar voru Ólafur Ólafsson sýsluskrifari á Ísafirði, f. 15. nóvember 1912, d. 22. ágúst 1990, og kona hans Unnur Hermannsdóttir húsfreyja, f. 31. júlí 1919, d. 9. júlí 2008.
Erla lauk námi í Hjúkrunarskóla Íslands í mars 1973.
Hún var hjúkrunarfræðingur á handlækningadeild Borgarspítalans mars 1973 til ágúst 1973 og 15. júlí 1975 til 1. maí 1976, á Sjúkrahúsi Ísafjarðar í 3 mán 1973, einn mánuð 1974 og 1 mánuð 1975, á Heilsugæslustöðinni í Bolungarvík í 6 mánuði 1975, Sjúkrahúsinu á Selfossi 15 júlí 1974-1. apríl 1977, á lyflækningadeild Sjúkrahússins á Akranesi 15. maí 1976-15. mars 1977, hjúkrunar- og endurhæfingadeild, deildarstjóri þar 15. mars 1977 til ágúst 1977, á Heilsugæslustöðinni á Hellu 1. september 1977 til til 1. maí 1978, sjúkrahúsinu á Selfossi og á ýmsum sjúkrahúsum í Reykjavík frá 1. maí 1978 til 1985, í Eyjum frá 1985-1993, á Selfossi frá 1993 til 1995, á Hrafnistu í Reykjavík 1995 til 1997. Hún vann síðan víða, en hætti störfum 62 ára.
Hún býr nú á Selfossi.
I. Barnsfaðir ónefndur:
Barn þeirra:
1. Ólafur Freyr Erluson öryrki, býr á sambýli í Hafnarfirði, f. 8. apríl 1972.
II. Barnsfaðir Erlu er Ásgeir Ebeneser Þórðarson stýrimaður, f. 15. ágúst 1950.
Barn þeirra:
2. María Dís Ásgeirsdóttir byggingatæknifræðingur, f. 30. desember 1976. Sambúðarmaður hennar Tómas Örn Tómasson.
III. Maður Erlu, (20. febrúar 1986, skildu), var Karl Haraldsson læknir, f. 26. febrúar 1946, d. 19. október 2018.
Barn þeirra:
3. Haraldur Karlsson tölvunarfræðingur, f. 19. desember 1987. Sambúðarkona hans Birna Pétursdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Erla.
- Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 6. nóvember 2018. Minning Karls Haraldssonar.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.