Elísabet Helgadóttir (kennari)
Elísabet Helgadóttir úr Reykjavík, handavinnukennari fæddist þar 26. nóvember 1898 og lést 1. nóvember 1982.
Foreldrar hennar voru Helgi Runólfsson steinsmiður, f. 27. nóvember 1865, d. 23. ágúst 1917, og kona hans Ástríður Erlendsdóttir húsfreyja, f. 13. júní 1858, d. 23. desember 1927.
Elísabet var í handavinnunámi 4 vetur eftir fermingu í Landakotsskóla í Rvk, stundaði nám í Dansk Kunstflidforeningsskole í Khöfn 1918, fór í námsför til Danmerkur 1925, lauk kennaraprófi (sérgrein) 1937.
Hún var stundakennari (handavinna) í Austurbæjarskóla í Rvk 1931-1936 og 1937-1945, kennari þar frá 1945.
Þau Bjarni giftu sig 1926, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Sólheimatungu við Brekastíg 14 1927.
Bjarni lést 1961 og Elísabet 1982.
I. Maður Elísabetar, (28. ágúst 1926), var Bjarni Bjarnason frá Efri-Ey í Meðallandi, V.-Skaft., kennari, f. þar 24. janúar 1900, d. 25. maí 1961.
Börn þeirra:
1. Helgi Bjarnason prentari í Rvk, f. 11. júní 1927, d. 29. mars 2000.
2. Ásta Bjarnadóttir verslunarmaður, sjúkraliði, f. 7. júní 1930, d. 12. febrúar 2012.
3. Sverrir Bjarnason, f. 4. mars 1939.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
- Manntöl.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.