Elísabet Einarsdóttir (Heiði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Elísabet Una Einarsdóttir frá Heiði húsfreyja, lífeindafræðingur fæddist þar 25. ágúst 1949.
Foreldrar hennar voru Einar Sigurðsson útgerðarmaður, frystihússrekandi, f. 7. febrúar 1906, d. 22. mars 1977, og síðari kona hans Sólborg Svava Ágústsdóttir húsfreyja, f. 24. júlí 1921 að Saurbæ á Kjalarnesi, d. 30. nóvember 1978.

Börn Svövu og Einars:
1. Guðríður Einarsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 23. júní 1948 í Eyjum, d. 19. apríl 2001.
2. Elísabet Una Einarsdóttir lífeindafræðingur, f. 25. ágúst 1949 í Eyjum.
3. Sigurður Einarsson lögfræðingur, forstjóri, f. 1. nóvember 1950, d. 4. október 2000.
4. Dr. Ágúst Einarsson prófessor, fyrrv. alþingismaður, f. 11. janúar 1952.
5. Svava Einarsdóttir kennari, f. 30. október 1953.
6. Einar Björn Einarsson, f. 5. mars 1955, d. 7. maí 1955.
7. Dr. Ólöf Einarsdóttir lífefnafræðingur, prófessor, f. 28. ágúst 1956.
8. Helga Einarsdóttir lífeindafræðingur, með masterspróf í stjórnun heilbrigðisþjónustu, f. 14. maí 1958.
9. Sólveig Einarsdóttir, með BA-próf í íslensku og grísku, kennari, f. 9. ágúst 1959.
10. Auður Einarsdóttir viðskiptafræðingur, með BA-próf í íslensku, kennari, f. 12. desember 1962.
11. Elín Einarsdóttir kennari, f. 31. maí 1964.
Barn Einars (kjörbarn) og fyrri konu hans Þóru Eyjólfsdóttur:
12. Einar Þór Einarsson verslunarmaður, starfsmaður Mosfellsbæjar, frístundabóndi, f. 21. ágúst 1940.

Elísabet Una var með foreldrum sínu, á Litlu-Heiði, flutti með þeim til Reykjavíkur.
Hún lærði lífeindafræði í Tækniskóla Íslands, lauk prófum 1972.
Hún vann á rannsóknastofu Landspítalans.
Þau Þorsteinn giftu sig 1976, eignuðust þrjú börn.
Þorsteinn lést árið 2000.
Elísabet Una býr nú við Sóltún 16 í Reykjavík.

I. Maður Elísabetar, (18. september 1976), var Þorsteinn Helgason úr Reykjavík, verkfræðingur, prófessor, f. þar 8. apríl 1937, d. 5. apríl 2000. Foreldrar hans voru Helgi Jónas Þórarinsson frá Rauðanesi í Borgarhreppi, Mýras., framkvæmdastjóri, f. 23. desember 1908, d. 23. apríl 2001, og Kristín Valgerður Þorsteinsdóttir Briem, kennari, húsfreyja, f. 21. júní 1911 í Reykjavík, d. 3. ágúst 1994.
Börn þeirra:
1. Svava Þorsteinsdóttir mannauðsstjóri, f. 9. ágúst 1977. Maður hennar Alexander Þórsson.
2. Helgi Þór Þorsteinsson lögmaður, f. 6. ágúst 1981. Fyrrum Kona hans Guðrún Rósa Ísberg. Sambúðarkona hans María Björg Gunnarsdóttir.
3. Einar Baldur Þorsteinsson, B.Sc-eðlisfræðingur, býr sig undir doktorspróf, f. 20. apríl 1988.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Elísabet.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 13. apríl 2000. Minning Þorsteins Helgasonar.
  • Prestþjónustubækur.
  • Verkfræðingatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson. Þjóðsaga ehf. 1996.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.