Elísabet Arietta

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Elísabet Arietta.

Elísabet Arietta hjúkrunarfræðingur fæddist 27. september 1962 í Keflavík.
Foreldrar hennar Benito Arietta og Helga Ásgeirsdóttir verslunareigandi, f. 26. nóvember 1936, d. 20. október 2004.

Elísabet varð sjúkraliði í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti í desember 1981, lauk námi í hjúkrun í H.S.Í. í júní 1986.
Hún var sjúkraliði á Borgarspítalanum og Ríkisspítalanum í Khöfn, hjúkrunarfræðingur á Borgarspítalanum í 3 mánuði 1986, á Sjúkrahúsinu í Eyjum september 1986 til október 1987, Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar frá maí 1988.
Hún býr í Bandaríkjunum (2004).
Þau Vignir giftu sig, eignuðust eitt barn. Þau skildu.

I. Maður Elísabetar, skildu, er Vignir Ólafsson tónlistarkennari, málari, f. 14. júní 1964.
Barn þeirra:
1. Róbert Vignisson, f. 29. desember 1987.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 25. október 2004. Minning Helgu Ásgeirsdóttur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.