Elísa Björg Gísladóttir Wíum

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Elísa Wíum.

Elísa Björg Gísladóttir Wíum, húsfreyja, leir- og myndlistarmaður, frumkvöðull, framkvæmdastjóri fæddist 12. febrúar 1931 á Ingólfshvoli og lést 23. desember 2017.

Foreldrar hennar voru Gísli Guðmundsson Wíum frá Mjóafirði eystra, kaupmaður, f. 22. maí 1901, d. 27. júní 1972, og kona hans Guðfinna Jóna Steindórsdóttir Wíum húsfreyja f. 27. febrúar 1909 í Götuhúsum á Stokkseyri, d. 14. maí 1998.

Börn Guðfinnu og Gísla:
1. Elísa Björg Gísladóttir Wíum húsfreyja í Garðabæ, myndlistarmaður, f. 12. febrúar 1931, d. 23. desember 2017.
2. Dóra Sif Wíum húsfreyja, f. 20. mars 1934.
Sonur Gísla fyrir hjónaband ólst upp hjá Guðfinnu og Gísla:
3. Kristinn Gíslason Wíum, f. 17. júní 1926 í Skálholti yngra, d. 13. janúar 1994.

Elísa var með foreldrum sínum í æsku.
Hún gekk í Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Áður hafði hún verið einn vetur í Húsmæðraskóla Reykjavíkur og lagði síðan stund á nám við Samvinnuskólann. Um tíma var hún í námi hjá Ásmundi Sveinssyni myndhöggvara. Hún rak lengi leirmunaverkstæði í Hafnarfirði og hélt sýningar.
Elísa stóð að stofnun foreldrasamtakanna Vímulaus æska og var framkvæmdastjóri samtakanna í 23 ár, til 2009.
Fyrir sörf sín var hún sæmd riddarakrossi íslensku fálkaorðunnar.
Þau Gunnar eignuðust tvö börn.

I. Maður Elísu Bjargar var Gunnar Jónsson verslunarmaður, f. 23. nóvember 1932, d. 10. september 2005. Foreldrar hans voru Jón Þorvarðarson kaupmaður í versluninni Verðandi í Reykjavík, f. 7. mars 1890, d. 23. júlí 1969, og kona hans Halldóra Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 26. september 1894, d. 10. október 1964.
Börn þeirra:
1. Guðfinna Nanna Gunnarsdóttir húsfreyja í Garðabæ, f. 17. maí 1958. Maki hennar Jóhann Ingi Gunnarsson.
2. Guðmundur Ragnar Gunnarsson skrifstofumaður í Hafnarfirði, f. 22. desember 1962. Maki Margrét Káradóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.