Elín Sóley Sigurðardóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Elín Sóley Sigurðardóttir húsfreyja fæddist 9. desember 1935 og lést 21. október 2010.
Foreldrar hennar voru Sigurður Sveinbjörnsson frá Bjarneyjum á Breiðafirði, bóndi, f. 20. desember 1894, d. 29. nóvember 1975, og Þorbjörg Lilja Jóhannsdóttir frá Dönustöðum í Dölum, húsfreyja, f. 21. október 1903, d. 25. ágúst 1987.

Þau Jóhann giftu sig, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu síðast á Arnarfelli við Brekastíg 36, fluttu til Lands í Gosinu 1073.
Jóhann Hergils lést 1993 og Elín 2010.

I. Maður Elínar var Jóhann Hergils Steinþórsson sjómaður, vélstjóri, fiskverkamaður, f. 12. október 1923, d. 8. mars 1993.
Börn þeirra:
1. Heimir Laxdal Jóhannsson, f. 25. júlí 1959.
2. Ægir Breiðfjörð Jóhannsson, f. 18. janúar 1961.
3. Steinþór Br. Jóhannsson, f. 21. júní 1962.
4. Þorbjörg Lilja Jóhannsdóttir, f. 28. júní 1967.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.