Elín Þorkelsdóttir (Kokkhúsi)
Fara í flakk
Fara í leit
Elín Þorkelsdóttir frá Kokkhúsi fæddist 1841 og lést 18. mars 1883.
Foreldrar hennar voru Þorkell Brandsson tómthúsmaður í Kokkhúsi, f. 1815, og kona hans, Elín Jónsdóttir húsfreyja, f. 7. mars 1814, d. 10. júní 1866.
Elín var heyrnar- og mállaus. Hennar er ekki getið við skírn.
Hún var með foreldrum sínum 1941, á fyrsta ári, og til 1862. Þá yfirgaf faðir hennar fjölskylduna, „óvíst hvert“.
Frá þeirri stundu var Elín niðursetningur í Eyjum.
Hún var niðursetningur á Búastöðum 1866, á Vilborgarstöðum 1870, á Oddsstöðum 1874 og enn við andlát 1883.
Hún var ógift og barnlaus.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.