Eiríkur Haraldsson (Steinsstöðum)
Eiríkur Haraldsson frá Steinsstöðum, þróttafræðingur, magister í þýsku, menntaskólakennari og frömuður við skíðasvæðið í Kerlingarfjöllum, fæddist 12. mars 1931.
Foreldrar ha[[ns voru Haraldur Eiríksson rafvirkjameistari, f. 21. júní 1896, d. 7. apríl 1986 og kona hans Solveig Soffía Jesdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, yfirhjúkrunarkona, f. 12. október 1897, d. 6. febrúar 1984.
Börn Sólveigar og Haraldar:
1. Hörður Haraldsson viðskiptafræðingur og listmálari, kennari við Háskólann á Bifröst, margfaldur meistari í spretthlaupum, f. 11. september 1929, d. 5. október 2010.
2. Eiríkur Haraldsson íþróttafræðingur, magister í þýsku, menntaskólakennari og frömuður við skíðasvæðið í Kerlingarfjöllum, f. 12. mars 1931.
3. Ágúst Pétur Haraldsson véltæknifræðingur, f. 13. október 1935.
Eiríkur var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lauk landsprófi í Reykjavík 1947, varð stúdent í Menntaskólanum í Reykjavík 1951, lauk 1. stigi í B.A.-námi í þýsku og prófi í forspjallsvísindum í Háskóla Íslands 1952, íþróttakennaraprófi á Laugarvatni 1953, nam íþróttafræði (Diploma sportlehrer) í Sportháskóla í Köln í Þýskalandi 1953-1956, einnig þýsku og lauk B.A.-prófi III. stigi í þýsku í Háskóla Íslands 1957. Hann stundaði myndlistarnám hjá Aage Edwin myndhöggvara 1947-1953.
Eiríkur kenndi í Laugardalsskóla á Laugarvatni 1952-1953, kennari í Gagnfræðaskóla Vesturbæjar 1956-1958, í Menntaskólanum í Reykjavík frá 1956.
Eiríkur var einn af stofnendum Skíðaskólans í Kerlingarfjöllum 1961, var skíðakennari þar frá 1961. Hann var sérfræðingur Samgönguráðuneytisins í skíðamálum við könnun á ferðamálum á vegum þess og S. Þ. 1972-1973. Hann var formaður Íþróttakennarafélags Íslands í 2 ár, hélt sýningu á vatnslitamyndum í Reykjavík 1967, og var í hópi kennara við samningu kennslubókar í þýsku.
Þau Hildur giftu sig 1957, eignuðust fjögur börn.
I. Kona Eiríks, (22. júní 1957), er Hildur Karlsdóttir Þorsteins kennari, f. 25. nóvember 1935. Foreldrar hennar voru Karl Andreas Eiríksson Þorsteins, f. 18. ágúst 1901, d. 21. janúar 1987, og Jóhanna Sigurhansdóttir Þorsteins, f. 16. ágúst 1909, d. 20. apríl 2002.
Börn þeirra:
1. Karl Eiríksson matreiðslumaður, f. 13. janúar 1958.
2. Sólveig Eiríksdóttir hannyrðir, f. 24. september 1960.
3. Haraldur Eiríksson, f. 7. mars 1965.
4. Eiríkur Eiríksson, f. 7. mars 1965.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.