Einar Einarsson (Ólafshúsum)
Einar Einarsson vinnumaður í Ólafshúsum fæddist 7. september 1842 í Gerðum í Stokkseyrarhreppi, var á lífi 1874.
Foreldrar hans voru Einar Gottsveinsson bóndi í Miklaholtshelli í Hraungerðishreppi, Gerðum, síðar í Árbæ á Landi, f. 6. september 1810 í Görðum á Landi, d. 3. júlí 1859 í Árbæ, og fyrri kona hans Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja frá Syðri-Sýrlæk í Villingaholtshreppi, f. 2. september 1819, d. 18. september 1842 í Gerðum.
Móðir Einars lést 11 dögum eftir fæðingu hans.
Hann var með föður sínum og Sigríði Jónsdóttur síðari konu hans í Árbæ meðan bæði lifðu, en hjá stjúpu sinni 1860-1862, er hún lést.
Þá leitaði hann í Álftaver í V-Skaft., var vinnumaður í Skálmarbæ 1862-1865, Mýrum þar 1865-1867.
Hann fluttist til Eyja 1867, var vinnumaður í Ólafshúsum á því ári, í Landlyst 1868, er hann fluttist til Reykjavíkur.
Hann bjó í Veghúsi þar 1870 með Gróu og barninu Kristrúnu Guðbjörgu, sem lést á 1. ári.
I. Barnsmóðir Einars var Guðríður Magnúsdóttir vinnukona frá Haga í Holtum, þá vinnukona á Mýrum í Álftaveri, f. 20. maí 1833, d. 27. október 1900.
Barn þeirra var
1. Sigurveig Einarsdóttir húsfreyja í Garðhúsum í Höfnum, síðar húsfreyja í Siggubæ Hafnarfirði, f. 11. júní 1868 á Mýrum í Álftaveri, d. 22. ágúst 1968. Maður kennar var Erlendur Marteinsson sjómaður, f. 1863.
II. Kona Einars, (14. maí 1870), var Gróa Guðmundsdóttir frá Hliði á Álftanesi, húsfreyja, f. 30. október 1832, d. 1. júlí 1874 á Baugsstöðum. Foreldrar hennar voru Guðmundur Guðmundsson bóndi í Deild á Álftanesi 1840, tómthúsmaður og fiskari í Hlíð þar 1845, f. 14. ágúst 1794 í Skarðssókn í Rang., d. 14 mars 1854, og kona hans Oddný Eyjólfsdóttir húsfreyja, f. í mars 1794 í Mosfellssveit, d. 2. apríl 1871 í Moldarhúsum á Álftanesi.
Börn þeirra var
2. Kristrún Guðbjörg Einarsdóttir, f. 1870, d. 1. nóvember 1870.
3. Kristrún Einarsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 14. ágúst 1873 í Holti í Stokkseyrarhreppi, d. 27. október 1927. Barnsfaðir hennar Jóhann Kristinn Ólafsson. Barnsfaðir Jón Hansson. Maður hennar Ásbjörn Sveinsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi. Guðni Jónsson. Stokkseyringafélagið í Reykjavík 1952.
- Landmannabók – Landsveit. Valgeir Sigurðsson, Ragnar Böðvarsson og fleiri. Rangárþing ytra, Hellu 2003.
- Magnús Haraldsson.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.