Einar Birgir Einarsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Einar Birgir Einarsson húsasmíðameistari fæddist 23. desember 1960.
Foreldrar hans Einar Ágústsson frá Bræðraborg, verkamaður, bifreiðastjóri, f. 13. apríl 1927, d. 18. september 1984, og kona hans Guðbjörg Erla Haraldsdóttir frá Nikhól, húsfreyja, verslunarmaður, verkakona, f. 21. júlí 1931, d. 5. júní 2018.

Börn Erlu og Einars:
1. Viðar Einarsson verkamaður, f. 3. febrúar 1953 á Grímsstöðum.
2. Matthildur Einarsdóttir húsfreyja, starfsmaður á leikskóla, verkakona, f. 16. febrúar 1954 Grímsstöðum.
3. Guðný Hrefna Einarsdóttir húsfreyja, þjónustufulltrúi, f. 24. júlí 1955.
4. Ágúst Ómar Einarsson netagerðarmaður, bifvélavirki, smiður, f. 25. desember 1959 að Hólagötu 26.
5. Einar Birgir Einarsson húsasmíðameistari, f. 23. desember 1960. Kona hans Guðrún Snæbjörnsdóttir.
6. Halla Einarsdóttir húsfreyja, ljósmyndari, f. 8. ágúst 1968.

Einar var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lærði húsasmíði hjá Erlendi Gísla Péturssyni, varð sveinn 1984 og öðlaðist meistararéttindi 1986.
Einar vann ýmis störf í æsku, vann í Vinnslustöðinni og 1973, þá 12 ára, var hann heilt sumar handlangari við vikurhreinsun í Bænum og við gróðursetningu.
Hann var sjómaður á Bergey VE 1988-1989, hefur unnið sjálfstætt eftir nám í fyrirtæki sínu Eyjatré ehf.
Þau Guðrún giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu við Hólagötu 26, búa nú við Hrauntún 8.

I. Kona Einars Birgis er Guðrún Snæbjörnsdóttir kennari, húsfreyja, f. 6. mars 1959 á Húsavík.
Börn þeirra:
1. Hallur Einarsson vélstjóri á Herjólfi, f. 31. október 1986. Kona hans Björg Hjaltested.
2. Tómas Einarsson vélstjóri, vinnur hjá Vélsmiðjunni Þór, f. 2. maí 1991.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.