Einar Ásgrímsson (Ofanleiti)
Einar Ásgrímsson vinnumaður á Ofanleiti fæddist 1. maí 1828 í Heiðarseli á Síðu og lést 18. júlí 1882 á Ofanleiti.
Faðir hans var Ásgrímur bóndi í Efri-Mörk á Síðu, f. 11. mars 1801 í Hólmi í Landbroti, d. 29. júlí 1834 í Efri-Mörk, Einarsson bónda á Efri-Heiði á Síðu, f. í Kálfafellskoti í Fljótshverfi, skírður 5. september 1770, d. 4. október 1825, Pálssonar bónda, síðast í Holti á Síðu, f. 1721, d. um 1780, Arnbjarnarsonar, og konu Páls í Holti, (1758), Rannveigar húsfreyju, f. 1733, Sigurðardóttur.
Móðir Ásgríms í Efri-Mörk og kona Einars Pálssonar var Ólöf húsfreyja, f. 7. október 1767, d. 17. maí 1839 á Fossi á Síðu, Pálsdóttir bónda á Hunkubökkum á Síðu, f. 1730, d. 1789, Ólafssonar, og konu Páls Ólafssonar, Margrétar húsfreyju, f. 1732, d. 1802, Ingimundardóttur.
Móðir Einars Ásgrímssonar og kona, (26. júlí 1824), Ásgríms í Efri-Mörk var Ragnhildur húsfreyja, f. 11. mars 1799 í Holti á Síðu, d. 22. júlí 1843 í Prestsbakkakoti þar, Jónsdóttir bónda í Holti, f. 1763 í Kálfafellskoti, d. 16. júlí 1832 í Holti, Pálssonar bónda, síðast í Holti á Síðu, f. 1721, d. um 1780, Arnbjarnarsonar, og konu Páls í Holti, (1758), Rannveigar húsfreyju, f. 1733, Sigurðardóttur.
Móðir Ragnhildar í Holti og kona Jóns Pálssonar, (17. maí 1789), var Ragnhildar húsfreyju, f. 1759, d. 3. desember 1836 í Holti, Jónsdóttir.
Hjónin, foreldrar Einars Ásgrímssonar, voru bræðrabörn.
Einar var bróðir Jóns Ásgrímssonar í Fagurlyst.
Einar var með foreldrum sínum til 1834, með móður sinni til 1843, hjá stjúpa sínum í Prestbakkakoti 1843-1844, á sveit á Blómsturvöllum í Fljótshverfi 1844-1846, var í Álftagróf í Mýrdal 1846-1847.
Hann var vinnumaður á ýmsum bæjum 1847-1862.
Einar fluttist frá Síðu til Jóns bróður síns í Fagurlyst 1862, var vinnumaður á Ofanleiti 1862-1876, lausamaður í Svaðkoti 1877, húsmaður á Ofanleiti 1878, lausamaður þar 1879-1881, sveitarómagi þar við andlár 1882.
Einar var ókvæntur og barnlaus.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.