Einar Árnason (kaupfélagsstjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Einar Árnason.

Einar Árnason frá Vík í Mýrdal, bókhaldari, kaupfélagstjóri, kaupmaður fæddist þar 27. nóvember 1924 og lést 22. febrúar 2014.
Foreldrar hans voru Árni Einarsson frá Þórisholti í Mýrdal, verslunarmaður, bókhaldari, síðar verslunarstjóri, f. 9. ágúst 1896, d. 18. ágúst 1976, og kona hans Arnbjörg Sigurðardóttir frá Melshúsum á Akranesi, húsfreyja, f. 1. september 1897, d. 8. maí 1964.

Árni lauk prófum í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði og frá Samvinnuskólanum í Rvk 1946.
Árni var með foreldrum sínum í Vík til 1944, vann hjá sýslumanni í Hafnarfirði til 1959 og rak Mánabar.
Hann varð kaupfélagsstjóri í Eyjum 1959-1961, varð aftur skrifstofumaður hjá sýslumanni í H.firði 1961-1966, rak útibú Kaupfélags Hafnarfjarðar við Smárahvamm eftir störfin hjá sýslumanni. Einnig rak Einar verslanirnar Mánabúð við Suðurgötu og Matarbúðina við Austurgötu í H.firði. Hann vann um skeið á Skattstofunni í Hafnarfirði. Þá rak hann um skeið Laugarneskjör við Laugaveg í Rvk. Hann vann hjá Kaupfélagi Saurbæjar í Dalasýslu 1971-1972. Hann rak söluturninn Njálsgötu til sjötugs.
Þau Jarþrúður giftu sig 1946, eignuðust þrjú börn, en misstu eitt þeirra ungt.
Einar dvaldi síðast í Brákarhlíð í Borgarnesi.
Jarþrúður lést 2006 og Einar 2014.

I. Kona Einars, (22. desember 1946), var Jarþrúður Guðmundsdóttir húsfreyja, kjólameistari, f. 19. apríl 1925 á Þóroddsstöðum í Ölfusi, d. 16. október 2006.
Börn þeirra:
1. Helga Einarsdóttir, f. 1. apríl 1949. Maður hennar Karl Magnús Kristjánsson
2. Arna Einarsdóttir, f. 11. desember 1957, d. 12. ágúst 1960.
3. Arna Einarsdóttir, f. 6. apríl 1963. Maður hennar Konráð Konráðsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 28. febrúar 2014. Minning
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.