Bjarni M. Einarsson (Hólshúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Bjarni Marinó Einarsson frá Hólshúsi, sjómaður, verkamaður, umsjónarmaður fæddist 27. september 1900 á Beinabakka á Húsavík, S.-Þing. og lést 25. febrúar 1971 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Einar Árnason á Búastöðum, f. 25. mars 1862, d. 24. ágúst 1902, og kona hans Jónína Árnadóttir, húsfreyja, síðar á Sjónarhól í Eyjum f. 12. janúar 1864 að Holti í Mýrdal, d. 2. júní 1947.
Fósturforeldrar Bjarna Marinós voru Ingvar Árnason í Hólshúsi, verkamaður, f. 1. október 1865, d. 9. febrúar 1951, og kona hans Gróa Þórðardóttir frá Löndum, húsfreyja, f. þar 18. febrúar 1853, d. 9. júní 1935.

Börn Einars og Jónínu voru:
1. Guðrún Helga Einarsdóttir, f. um 1894. Hún fór víða utanlands, til Noregs og Danmerkur.
2. Jóhanna Margrét Sigríður Einarsdóttir, f. 23. mars 1898 á Húsavík, d. 29. nóvember 1979, giftist dönskum matreiðslumanni.
3. Bjarni Marinó Einarsson, f. 27. september 1900 á Húsavík, d. 25. febrúar 1971. Hann var alinn upp í Hólshúsi hjá Gróu og Ingvari Árnasyni föðurbróður sínum.
4. Margrét Sigurlaug Einarsdóttir, f. 17. október 1902 á Húsavík, d. 6. ágúst 1985.

Fósturbörn Gróu og Ingvars:
1. Helgu Kristmundsdóttur húsfreyja, f. 19. desember 1897, d. 3. maí 1977.
2. Bjarni Marinó Einarsson sjómaður, umsjónarmaður, f. 27. september 1900, d. 25. febrúar 1971.

ctr


Ingvar Árnason, Gróa Þórðardóttir kona hans og tvö börn, líklega fósturbörn þeirra, Helga Kristmundsdóttir og Bjarni Marinó Einarsson.

Marinó var með foreldrum sínum skamma stund, en faðir hans lést, er Bjarni Marinó var tæpra tveggja ára. Hann fór í fóstur til Gróu og Ingvars föðurbróður síns og ólst upp í Hólshúsi.
Hann stundað sjó, bjó síðar í Reykjavík, var verkamaður og varð umsjónarmaður Alþýðuhússins þar.
Þau Guðrún Ingibjörg giftu sig, eignuðust þrjú börn.
Guðrún Ingibjörg lést 1960 og Bjarni Marinó 1971.

I. Kona Bjarna var Guðrún Ingibjörg Magnea Jónsdóttir, f. 23. maí 1902, d. 1. febrúar 1960. Foreldrar hennar voru Jón Jónsson verkstjóri á Hóli við Bræðraborgarstíg í Reykjavík, f. 14. september 1875 á Kaldbak á Rangárvöllum, d. 23. febrúar 1938, og og Þóra Pétursdóttir húsfreyja, f. 27. janúar 1873 á Hesti í Borgarfirði, d. 27. desember 1954.
Börn þeirra:
1. Þórey Jóna Bjarnadóttir húsfreyja, umboðsmaður Happdrættis Háskóla Íslands í Reykjavík, f. 28. febrúar 1924, d. 10. október 2011. Maður hennar Ríkarður Már Ríkarðsson, látinn.
2. Georg Ingvar Bjarnason starfsmaður Strætisvagna Reykjavíkur, f. 29. júlí 1926, d. 11. ágúst 1994, ókvæntur.
3. María Svana Bjarnadóttir húsfreyja, f. 7. júní 1930, d. 1. ágúst 1971. Maður hennar Ólafur Haukur Metúsalemsson, látinn.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.