Ólafur Sigurjónsson (skólameistari)

From Heimaslóð
(Redirected from Ólafur Sigurjónsson)
Jump to navigation Jump to search
Ólafur Sigurjónsson.

Ólafur Hreinn Sigurjónsson frá Hvolsvelli, skólameistari fæddist þar 30. maí 1950 og lést 25. nóvember 2021 á Droplaugarstöðum í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Sigurjón Sigurjónsson frá Torfastöðum í Fljótshlíð, verkstæðisformaður á Rauðalæk í Holtum, bifvélavirki á Hvolsvelli, f. 24. mars 1921, og kona hans Margrét Hreinsdóttir frá Kvíarholti í Holtahreppi, húsfreyja, f. 1. september 1909, d. 7. júlí 1989.

Ólafur var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lauk landsprófi í Héraðsskólanum í Skógum 1966, stúdentsprófi í Menntaskólanum á Laugarvatni 1970, B.S-prófi í jarðfræði í Háskóla Íslands 1975, prófi í uppeldis-og kennslufræði þar 1981, stundaði nám við háskólann í Strathclyde 2002-2003.
Ólafur var kennari í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1976-1979, í Framhaldsskólanum í Eyjum 1979-1982, aðstoðarskólameistari þar 1982-1984, skólameistari þar frá 1984-2017.
Ólafur vann fyrir gosefnanefnd Iðnaðarráðuneytisins og síðan Rannsóknastofnun iðnaðarins 1974-1976. Á sumrin vann hann hjá Skógrækt ríkisins flest sumur frá 1964-1969, var starfsmaður Orkustofnunar 1971-1973, starfsmaður á tæknideild Vestmannaeyjabæjar 1977-1980.
Ólafur var stallari Menntaskólans á Laugarvatni 1969-1970, sat í skólanefnd Gagnfræðaskólans í Eyjum 1976-1984, Framhaldsskólans 1976-1984, formaður 1979-1982, formaður Menningarsjóðs Vestmannaeyja frá stofnun 1988, sat í ýmsum nefndum á vegum Vestmannaeyjabæjar og Menntamálaráðuneytisins.
Ólafur gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Alþýðubandalagið í Eyjum 1977-1984, m.a. sat hann í ritstjórn Eyjablaðsins.
Þau Svava giftu sig 1975, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Granaskjóli í Reykjavík í fyrstu, síðan á Áshamri 61 og Hólagötu 34. Þau fluttu til Lands. Ólafur dvaldi síðast á Droplaugarstöðum og lést þar 2021.

I. Kona Ólafs, (3. október 1975), er Svava Hafsteinsdóttir húsfreyja og starfsmaður á barnaheimili, sérkennari, f. 26. ágúst 1953.
Börn þeirra:
1. Anna Ólafsdóttir sjúkraþjálfari, f. 28. október 1971. Maður hennar Haraldur Hannesson.
2. Andri Ólafsson, f. 18. desember 1982. Barnsmóðir Charlotte Kosini. Kona hans Tinna Schram.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Morgunblaðið 2. desember 2021. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.