Eggert Páll Jóhannesson
Eggert Páll Jóhannesson frá Söndum í Meðallandi, V.-Skaft., sjómaður fæddist þar 4. apríl 1912 og lést 3. desember 1983.
Foreldrar hans voru Jóhannes Guðmundsson bóndi, f. 13. maí 1880, d. 16. nóvember 1961, og kona hans Þuríður Pálsdóttir húsfreyja, f. 23. júní 1890, d. 29. nóvember 1974.
Eggert var með foreldrum sínum á Söndum til 1919, á Herjólfsstöðum 1919-1934, fór þá til Rvk, var sjómaður þar 1939.
Þau Guðlaug giftu sig 1940, eignuðust tvö börn. Þau fluttu til Eyja 1940, bjuggu í Garðhúsum við Kirkjuveg 14, voru farin 1944, fluttu til Rvk.
Eggert lést 1983 og Guðlaug 1993.
I. Kona Eggerts Páls, (1940), var Guðlaug Tómasdóttir frá Hrútafelli u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 28. maí 1918, d. 21. janúar 1993.
Börn þeirra:
1. Rútur Kjartan Eggertsson, f. 13. mars 1943.
2. Jóhannes Eggertsson, f. 20. desember 1949.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.