Eggert Laxdal (rafvirki)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Eggert Grímsson Laxdal.

Eggert Grímsson Laxdal rafvirki fæddist 23. september 1924 á Svalbarðseyri og lést 21. október 1985.
Foreldrar hans voru Grímur Helgason Laxdal bóndi á Nesi í Höfðahverfi, S-Þing., f. 5. júlí 1882 í Garðsvík í Svalbarðshreppi, S-Þing. d. 2. nóvember 1977, og kona hans Sigurdís Bjarnadóttir húsfreyja, f. 17. febrúar 1883 í Saurbæ á Vatnsnesi, d. 1. janúar 1962.

Eggert lærði rafvirkjun og vann við iðnina í Eyjum og Noregi.
Þau Svava hófu búskap, eignuðust tvö börn, en skildu.
Þau Berit giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Noregi.
Eggert lést 1985.

I. Sambúðarkona Eggerts var Svava Gunnarsdóttir, f. 5. febrúar 1929.
Barn þeirra:
1. Sigurdís Laxdal húsfreyja, f. 31. janúar 1946 í Brúarhúsi (Horninu).
2. Gunnar Laxdal, f. 11. mars 1950.

II. Kona Eggerts Berit F. Laxdal húsfreyja, f. 18. september 1938 í Noregi.
Börn þeirra:
3. Birgitte Susan Laxdal, f. 25. mars 1962.
4. Gro-Hild, f. 10. júlí 1965.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.