Dagmar Dudman Tómasdóttir
Fara í flakk
Fara í leit
Dagmar Tómasdóttir verslunarmaður, f. 27. maí 1898 í Hlíðarhúsi og lést 8. maí 1919 í Reykjavík.
Móðir hennar var Dómhildur Guðmundsdóttir , f. 21. mars 1865 í Breiðahlíð í Mýrdal, d 19. desember 1944 í Keflavík.
Faðir hennar var Thomas Dudman, enskur skipstjóri.
Tvíburasystir Dagmarar var Karólína Dudman Tómasdóttir.
Dagmar ólst upp hjá móður sinni á Suðurnesjum í fyrstu, var á Hrúðunesi á Útskálum 1907, fluttist þá til Reykjavíkur og var barn hjá Kristínu Gestsdóttur húsfreyju og Þorsteini Guðmundssyni yfirfiskimatsmanni í Þinholtsstræti 13 1910. Hún var „verslunarstúlka“ í Reykjavík, er hún lést á Landakotsspítala 1919.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.