Dóra Lydía Haraldsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
(Endurbeint frá Dóra Lydia Haraldsdóttir)
Fara í flakk Fara í leit
Dóra Lydía Haraldsdóttir.

Dóra Lydía Haraldsdóttir húsfreyja í Reykjavík fæddist 1. maí 1943 í Eyjum og lést 20. desember 2020.
Foreldrar hennar voru Haraldur Guðjónsson frá Skaftafelli, verslunarmaður, verkstjóri, f. þar 12. desember 1920, d. 23. nóvember 1993, og fyrri kona hans Pálína Kristjana Guðleif Pálsdóttir, húsfreyja, f. 4. september 1918, d. 7. janúar 1972.

Börn Pálínu og Haraldar:
1. Dóra Lydía Haraldsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 1. maí 1943 í Eyjum, d. 20. desember 2020. Maður hennar Árni Arinbjarnarson, látinn.
2. Páll Haraldsson hnykklæknir í Danmörku, f. 12. desember 1947 í Eyjum. Barnsmóðir hans Asta Solklar Johannesen. Kona Páls Lisbeth Knudsen.
3. Haraldur Haraldsson sjúkranuddari, flugþjónn í Danmörku, f. 17. apríl 1962.

Börn Herthu Haag og stjúpbörn Haraldar:
4. Stanley.
5. Moody.

Dóra var með foreldrum sínum í æsku, flutti með þeim til Keflavíkur 1963.
Hún vann afgreiðslustörf í skóbúð og skartgripaverslun Magnúsar E. Baldvinssonar í Keflavík. Síðar vann Dóra um skeið hjá Ríkisútgáfu námsbóka.
Dóra flutti til Reykjavíkur 1968.
Þau Árni giftu sig 1968, eignuðust þrjú börn og Dóra fóstraði Harald yngri bróður sinn eftir fráfall móður þeirra 1972.
Árni lést 2015 og Dóra Lydía 2020.

I. Maður Dóru Lydíu, (22. júní 1968), var Árni Arinbjarnarson tónlistarmaður, f. 8. september 1934, d. 1. mars 2015. Foreldrar hans voru Arinbjörn Árnason frá Neðri-Fitjum í Víðidal, Hún., f. 16. ágúst 1904, d. 11. janúar 1999, og kona hans Margrét Jónína Karlsdóttir frá Bjargi í Miðfirði, húsfreyja, f. 20. apríl 1893, d. 25. ágúst 1991.
Börn þeirra:
1. Arinbjörn Árnason tónlistarmaður í Englandi, f. 22. mars 1971. Kona hans Joanne Árnason.
2. Pálína Árnadóttir fiðluleikari, f. 29. maí 1975.
3. Margrét Árnadóttir sellóleikari, f. 30. apríl 1981. Maður hennar Þórður Mar Sigurðsson.
Fósturbarn frá níu ára aldri.
4. Haraldur Haraldsson bróðir Dóru, sjúkranuddari, flugþjónn í Danmörku, f. 17. apríl 1962.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.