Brynhildur Hermannsdóttir (ljósmóðir)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Brynhildur Hermannsdóttir.

Brynhildur Hermannsdóttir ljósmóðir, húsfreyja fæddist 20. mars 1921 á Akureyri og lést 17. ágúst 2017 á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri.
Foreldrar hennar voru Hermann kennari þar, síðar bóndi á Litlu-Brekku í Hörgárdal, f. 5. júní 1897, d. 3. marz 1967, Sigurðsson bónda á Geirastöðum í Mývatnssveit Sigurjónssonar og Helgu Stefánsdóttur frá Haganesi. Móðir Brynhildar var Jórunn Malín Sumarrós húsfreyja, f. 10. apríl 1879, d. 12. júlí 1962, Sigurjóns bónda í Dagverðartungu í Hörgárdal Jónssonar og Sigurveigar Sigfúsdóttur frá Lönguhlíð.

Brynhildur lauk prófi í Ljósmæðraskóla Íslands 30. sept. 1947 og tók endurhæfingar-og framhaldsnámskeið á Landspítalanum í marz 1973. Hún tók hússtjórnarnámskeið á Akureyri fyrir ljósmæðranám. Brynhildur sótti ýmis námskeið í endurhæfingu og framhaldsnám bæði til höfuðborgarinnar og til Akureyrar.
Hún var ljósmóðir í Arnarneshreppsumdæmi í Eyjafirði frá 1. okt. 1947, Skriðuhreppsumdæmi þar 1. okt. 1947-1950 að hálfu og Glæsibæjarhreppsumdæmi þar frá 1951. Hún var í sumarafleysingum í Eyjum 1978 og 1979. Hjúkrunarstörf stundaði hún við Heilshælið á Kristnesi í Eyjafirði frá 1976.
Brynhildur var formaður Kvenfélagsins Freyja í Arnarneshreppi í 9 ár og gjaldkeri um árabil, formaður orlofsnefndar húsmæðra í Eyjafirði um skeið, í heilbrigðisnefnd Arnarneshrepps um skeið frá 1970.
Hún eignaðist barn með Halldóri 1948.
Þau Bjarni giftu sig 1952, eignuðust sex börn. Þau bjuggu á Hofi í Hörgárdal, síðan á Akureyri.

I. Barnsfaðir Brynhildar var Halldór Þórður Bjarnason frá Guðnabæ í Selvogi, f. 22. september 1923, d. 29. desember 1975.
Barn þeirra:
1. Unnþór Bergmann Halldórsson útgerðarmaður, f. 24. maí 1948.

II. Maður Brynhildar, (6. desember 1952), var Bjarni Pálmason bóndi á Hofi í Hörgárdal, síðan á Akureyri, f. 14. ágúst 1914, d. 31. júlí 1994. Foreldrar hans voru Halldór Pálmi Magnússon bóndi, f. 2. apríl 1882, d. 15. maí 1928, og Elín Indriðadóttir húsfreyja, f. 5. febrúar 1890, d. 7. mars 1972.
Börn þeirra:
2. Þórdís Bjarnadóttir skrifstofumaður, f. 18. maí 1953. Maður hennar Smári Jónsson.
3. Erla Bjarnadóttir skrifstofumaður, f. 22. nóvember 1954. Maður hennar Ólafur Jakobsson.
4. Guðrún Bjarnadóttir garðyrkjufræðingur, kaupmaður, f. 19. apríl 1958. Maður hennar Örn Falkner.
5. Elín Jórunn Bjarnadóttir fornbókafræðingur, hómópati, f. 6. júní 1959. Maður hennar Derek Vaughan.
6. Pálmi Bjarnason málarameistari, f. 11. júlí 1960. Kona hans Elísabet Hreiðarsdóttir.
7. Hólmfríður Margrét Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur, f. 24. maí 1962. Maður hennar Helgi Bjarnason.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Ljósmæður á Íslandi 1-2. Ritstjóri Björg Einarsdóttir. Ljósmæðrafélag Íslands 1984.
  • Morgunblaðið 25. ágúst 2017. Minning.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.