Brandur Þorsteinsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Brandur Þorsteinsson.

Brandur Þorsteinsson Þorláksson frá Hafnarfirði, vélvirki, verkstjóri fæddist þar 28. ágúst 1934 og lést 8. desember 2012 á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Foreldrar hans voru Þorlákur Guðjónsson matsveinn, f. 7. júní 1914, d. 25. ágúst 1982, og Jóna Margrét Þorsteinsdóttir, f. 26. nóvember 1917, d. 25. janúar 2003.
Brandur ólst upp hjá móður sinni og fósturföður Jóni M. Nordgulen.

Brandur lærði vélvirkjun, varð verkstjóri. Starfssvið hans var mikið tengt skipasmíðum og -viðgerðum. Vann hann í mörg ár í Skipasmíðastöðinni Stálvík, einnig vann hann í Skipasmíðastöð Njarðvíkur, Slippstöðinni á Akureyri og hjá Ráðgarði. Lengst var hann þó verkstjóri og sá um tilboðsgerð verkefna hjá Vélaverkstæði Jóhanns Ólafs.
Hann eignaðist barn með Mörtu 1954.
Þau Perla giftu sig, eignuðust fjögur börn. Þau juggu við Fífilgötu 3 um skeið.
Perla lést í maí 2012 og Brandur í desember 2012.

I. Barnsmóðir Brands er Marta Sigríður Jakobína Sigurðardóttir, f. 4. ágúst 1936.
Barn þeirra:
1. Hafdís Brandsdóttir, f. 26. desember 1954.

II. Kona Brands var Perla Kristín Þorgeirsdóttir húsfeyja, móttökuritari, f. 20. janúar 1933, d. 4. maí 2012.
Börn þeirra:
2. Lárus Geir Brandsson, f. 7. desember 1956 í Eyjum. Kona hans Ingibjörg Marinósdóttir.
3. Jóna Margrét Brandsdóttir, f. 4. nóvember 1957. Maður hennar Guðbergur Ástráðsson.
4. Jón Þór Brandsson, f. 7. febrúar 1962. Kona hans Sif Stefánsdóttir.
5. Fríður Brandsdóttir, f. 10. október 1970. Maður hennar Guðlaugur Sæmundsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.