Blik 1973/Afmæliskveðja til séra Þorsteins L. Jónssonar

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Efnisyfirlit 1973



Afmœliskveðja til séra Þorsteins L. Jónssonar,
er hann fyllti 65 árin


Leita ég yðar,
listadísir;
lotningarfullur
kné mín beygi.
Auðgið þið nú með andans snilli
orðvana tungu,
svo að mæla kunni.


Leiðið mig
til ljóðahæða,
leggið boga
á þýða strengi,
syngið nú inn
í sálu mína
sólfagran óð
til gamals vinar.


Syngið og hyllið
heiðursmanninn,
hálfsjötugan
drengjaprýði.
betur vaxinn
vanda öllum
en vökumenn aðrir
á lífsins götu.


Brennandi kyndla
bjartari vona
börnum hann gaf
á raunastundum.
logar bálið.


Ekkert raskar
og aldrei bugast, —
þótt æði byljir
og hrikti í skeiðum,
haustvindar blási
um hærur fölar -
hjarta, sem slær
í tryggu brjósti.
Hafsteinn Stefánsson.