Blik 1971/Hjónin Sigríður Torfadóttir og Pétur Sigurðsson, ritstjóri

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Efnisyfirlit 1971



Hjónin Sigríður Elín Torfadóttir
og Pétur Sigurðsson ritstjóri


Sigríður Elín Torfadóttir.

ctr Pétur Sigurðsson.



Hér birtir Blik myndir af þjóðkunnum hjónum, Pétri Sigurðssyni ritstjóra og rithöfundi m.m. og frú Sigríði Elínu Torfadóttur.
Pétur ritstjóri er Skagfirðingur, fæddur að Hofi á Höfðaströnd 27. nóv. 1890. Foreldrar hans voru bóndahjónin á Hofi Sigurður Þorvaldsson og Anna V. Pétursdóttir.
Frú Sigríður Elín Torfadóttir fæddist 8. febrúar 1879 á Flateyri við Önundarfjörð, dóttir hins mikla athafnamanns þar, Torfa kaupmanns og útgerðarmanns Halldórssonar og k.h. Maríu Özurardóttur. Sagt var eitt sinn um frú Sigríði Elínu, að af henni skini manngöfgin. Hún lézt 9. maí 1965.
Pétur ritstjóri Sigurðsson er fyrir tugum ára þjóðkunnur maður fyrir margvísleg menningarstörf sín. Fyrst varð hann nafnkunnur fyrir fyrirlestra sína, sem hann flutti víðsvegar um landið um árabil. Þá er hann einnig kunnur rithöfundur (um 20 bækur og bæklingar, þar af ljóðabækur, sem vakið hafa athygli). Um tugi ára hefur hann unnið að félagsmálum Goodtemplara og verið ritstjóri blaðs þeirra, Einingarinnar, síðan í nóvember 1942, en þá hófst útgáfa þess.
Pétur ritstjóri Sigurðsson hefur jafnan andað hlýlega til okkar Vestmannaeyinga frá því hann vann hér að félagsmálum fyrir mörgum árum.
Blik færir ritstjóranum alúðarþakkir fyrir margháttaðan stuðning í orðum og gjörðum og árnar honum gæfu og velfarnaðar.