Blik 1971/Brynjólfur Einarsson, stökur

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Efnisyfirlit 1971




Brynjólfur Einarsson
kveður um sjálfan sig


Ég hafði lengstum líkamsburði smáa,
og litlum hefi afrekum að flíka,
en drottinn gaf mér drjúgan skammt af þráa
og dálítið af þolinmæði líka.


Einatt ég með brotið bak
burt frá meyjum vendi;
kvennafar og færaskak
fer mér líkt úr hendi.


Þegar hann vann í Lifrarsamlaginu:
Okkur drottinn iðka bauð
öll vor störf í friði;
það er líka lifibrauð
að lifa á grút og ryði.


Eitt sinn var Br.E. lagður inn á sjúkrahús. Hafði þá hjúkrunarkonan orð á því, að hann þyrfti fyrst og fremst að hvílast. Þá kvað hann:
Enn er heilsan ekki traust.
Eigi að kippa henni í lag,
þarftu að hvílast hvíldarlaust,
hvílast bæði nótt og dag.


Nú stundar hann innheimtu:
Þó ég lengstum vaðið hafi í villu,
til verka sitthvað lærði ég og kann;
hefi nú loksins lent á réttri hillu:
labba um og rukka náungann.