Blik 1969/Japanski háfurinn
Stöngin sjálf er úr bambus. Hún er 1,41 metrar á lengd. Á enda háfsskaftsins er klumba eða hnúður til þess að varna því, að veiðimaðurinn missi stöngina úr hendi sér. C-C er þverspýta, 26,15 sm löng. Netið sjálft er riðið úr smágerðu garni. Sterkur þráður er strengdur milli spiknaendanna, en þær eru 2,35 metra langar. Veiðinetið er fest við spíkurnar með hringjum.
Nafn háfsins á japönsku er Sakadoria -ami.
Sagnir frá Japan um notkun háfsins benda ekki til þess, að þeir noti hann til veiða í fuglabjörgum, heldur til þess að veiða villidúfur á bersvæði.
Aðalmunur háfanna færeysku og japönsku:
Á japanska háfnum er styttra skaft. Netið er fest við spíkurnar með hringjum, en á færeyska háfnum er jöðrum netsins smeygt upp á spíkurnar.
Það þykir undravert, hversu tæki þessi eru lík, eins og fjarlægðin er mikil milli landanna.
Sögufróðir Færeyingar fullyrða, að ekki komi til mála, að þessar tvær þjóðir, Færeyingar og Japanir, hafi lært að búa til háfinn og nota hann, hvor af annarri, veiðitæki, sem Færeyingar hafi notað um hundruð ára í lífsbaráttu sinni. Ekki er loku fyrir það skotið, segja þeir, að háfurinn hafi fyrir hundruðum ára verið veiðitæki í þriðja landinu og borizt þaðan austur á bóginn til Japan og vestur til Færeyja. En ólíklegt segja þeir það, og það mjög ólíklegt.
Heimild: Færereyski og japanski háfurinn eftir Robert Joensen (1963).