Blik 1965/Vestmannaeyjabyggð fyrir 50 árum, mynd

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Efnisyfirlit 1965



Vestmannaeyjabyggð
fyrir 50 árum


ctr


(Notið „View“ og „Zoom“, - stækka má eftir þörfum (Heimaslóð.is)).

Nr. 1: Frystihús Ísfélags Vestmannaeyja er var byggt á Nýjabæjarhellu 1908. Fyrsta vélknúna frystihúsið á landinu. Til hægri við frystihúsið eru Vesturpallakrærnar, en til vinstri eru Austurpallakrærnar. Milli Frystihússins og Eystri palla hét Hella. Þar var uppsátur nokkurra áraskipa, meðan þau voru hér í notkun. En eftir það voru settir þar upp skjögtbátar. Fyrir neðan Frystihúsið var lón um fjöru í hringlagaðri klapparkvos. Hét það Nýjabæjarlón. Þar var oft þveginn saltfiskur fyrir síðustu aldamót, og sátu menn við fiskþvottinn alskinnklæddir. Létu þeir þá fiskinn liggja á vinstra lærinu og nudduðu hann síðan með rónum sjóvettling, ef enginn var burstinn. Að og frá lóninu var fiskurinn borinn á handbörum. —
Nr. 2: Pallakró Gísla Magnússonar, útgerðarmanns. —
Nr. 3: Nausthamar. —
Nr. 4: Austurbúðarbryggja. —
Nr. 5: Svarta húsið (þrætueplið). Á móti því, austan við Bæjarbryggjuna er Geirseyri (með þrem gluggaborum á norðurhlið).
Nr. 6: Edinborgarbryggjan (Gíslabryggjan). —
Nr. 7: Nausthamarsskúr, sem var notaður við afgreiðslu skipa. —
Nr. 8: Nýborg til hægri og Mandalur til vinstri. —
Nr. 9: Sólheimar. —
Nr. 10: Frydendalur. —
Nr. 11: Goodtemplarahúsið (á Mylnuhól). —
Nr. 12: Stakkahlíð, — nú Lyfjabúðin — Arnarholt. —
Nr. 13: Símstöðvarhúsið. —
Nr. 14: Breiðablik. —
Nr. 15: Barnaskólahúsið Borg, byggt 1904. —
Nr. 16: Gamla barnaskólahúsið, byggt 1883 (Dvergasteinn). —
Nr. 17: Beint upp af tölunni 48, Heiðarhvammur við Helgafellsbraut.
Nr. 18: Ásbyrgi. —
Nr. 19: Hólstún (Austan Breiðabliks). —
Nr. 20: Svalbarð. —
Nr. 21: Vegamót. —
Nr. 22: Til vinstri er Godthaab, en til hægri Edinborgarpakkhús. —
Nr. 23: Verzlunarhús Edinborgar eða G.J. Johnsen. —
Nr. 24: Fiskaðgerðarhús Gísla J. Johnsen (Eilífðin) með timburgeymslu á loftinu. Fast við það að austan er saltgeymsluhús. Þar var einnig timburgeymsla á loftinu. Áfast við það að norðan eru beitu- og aðgerðarskúrar. —
Nr. 25: Stakkagerði eystra. —
Nr. 27: Hvítingar, hinn forni þingstaður Vestmannaeyja. Vestan við töluna sér á hvíta burst. Það er Borg, gömul baðstofubygging í Stakkagerðistúni. —
Nr. 28: Til hægri er Kirkjuhvoll Halldórs læknis Gunnlaugssonar. Til vinstri er Litlaland.
Nr. 29: Kirkjuland. —
Nr. 30: Holt, en til vinstri við það stendur Hoffell. —
Nr. 31: Talan er á Kirkjuveginum en fyrir ofan hana er Staðarfell. —
Nr. 32: Langi-Hvammur. —
Nr. 33: Dalur. —
Nr. 34: Grund. —
Nr. 35: Neðan við töluna — í jaðri hennar er Hlíðarhús. —
Nr. 36: Hóll. —
Nr. 37: Hrafnagil. Austan við það er Garðsauki. —
Nr. 38: Sælundur til vinstri við töluna og Berg fyrir neðan hana. (Hefur nú verið fært).
Nr. 39: Bárugata. Til hægri við töluna er kálgarður og svo Hólshús austar. —
Nr. 40: Fagridalur og Garðar. —
Nr. 41: Vík, íbúðarhús Gunnars Ólafssonar, rautt að lit. —
Nr. 42: Stakkagerðistún. —
Nr. 43: Fyrir sunnan og austan töluna er Vestra-Stakkagerði, en fyrir norðan og vestan hana er Hlíð (Skólavegur).
Nr. 44: Þykkvibærinn. —
Nr. 45: London. —
Nr. 46: Fyrir ofan töluna til vinstri er Nýibær. Þar austur af sjást Ólafshús. —
Nr. 47: Fyrir neðan töluna sést smíðaskúr við Helgafellsbraut, fyrir ofan sést Gerði. —
Nr. 48: Hagi. —
Nr. 49: Steinar. Fyrir neðan töluna sést húseignin Sæberg. —
Nr. 50: Jómsborg.