Blik 1962/Allra heill
Fara í flakk
Fara í leit
- Allra heill
- Lag: Ísafold orkusmá.
- Allra heill! — hugsjón vor,
- skráð á vora skildi bjarta,
- skráð í huga, sál og hjarta.
- Allra heill er hugsjón vor!
- Að því marki áfram sækjum
- í anda bróðurkærleikans.
- Veitum fræðslu' er varðar gæfu sérhvers manns.
- Allra heill! — hugsjón vor,
- Sérhvers manns — heilsu og heill,
- og að þjóðar hag vér hyggjum,
- heimilanna velferð tryggjum,
- ef vér stundum allra heill,
- minnumst þeirra, er vér unnum,
- æskumönnum réttum hönd,
- söfnum liði, og tengjum fast vor félagsbönd.
- Sérhvers manns — heilsu og heill,
- Allra heill! — Áfram þá
- undir þessu fagra merki,
- sigurviljinn sóknarsterki
- settu marki víst skal ná!
- Alltaf vonglöð einum huga
- eflast skal vor fríða sveit.
- Dagur sigurs nálgast meir en nokknr veit.
- Þýdd — P.S.
- Allra heill! — Áfram þá
Þessi erindi hefur Pétur Sigurðsson, ritstjóri Einingarinnar, þýtt og sent Bliki. Hann hefir frá upphafi verið dyggur vinur þess, hughlýr og hallkvæmur. Við þökkum alúðlega þessa hvatningu til manndóms og dáða æskulýð Eyjanna. Þ.Þ.V.