Blik 1961/Hreppstjóraeiður

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Efnisyfirlit 1961




Hreppstjóraeiður


Þegar hreppstjórar tóku við trúnaðarstarfi sínu, urðu þeir að vinna einskonar hollustueið. Það var kallað að eiðfesta hreppstjórann.
Árið 1861, 7. júní, voru hreppstjórarnir Árni bóndi Einarsson á Vilborgarstöðum og Árni bóndi Diðriksson í Stakkagerði eiðfestir. Var þeim þá stílaður svohljóðandi eiður:

„Ég Árni Einarsson,
Ég Árni Diðriksson,
sver þann eið og segi það Guði almáttugum og þessum rétti, að ég ætíð skal finnast hollur og trúr mínum allra mildasta og rétta erfðakonungi og herra Hans Hátign Friðriki hinum sjöunda, hegða mér eftir lögunum, vera trúr og hlýðinn mínum yfirboðurum og stunda embættisverk mín sem hreppstjóri af allri alúð, svo að ég allajafnan í þessari minni embættisstöðu breyti sem heiðvirðum, vönduðum og duglegum hreppstjóra ber og vel sæmir, og sem ég treysti mér til að réttlæta og vil vera þekktur að.
Svo sannarlega hjálpi mér Guð og hans heilaga orð.

Á. Einarsson
Á. Diðriksson“

Þessa kunnu og merku hreppstjóra hér í Eyjum á sinni tíð eiðfesti Stefán Thordersen, sem þá var settur sýslumaður um sinn fyrir Bjarna E. Magnússon. Stefán Thordersen varð síðar sóknarprestur í Eyjum frá vorinu 1885 til þess er hann andaðist 1889.