Blik 1961/Frá Gagnfræðaskólanum

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Efnisyfirlit 1961



Frá Gagnfræðaskólanum


Í des. f.á. hafði Rótarýklúbbur Vestmannaeyja boð inni í Agógeshúsinu fyrir nemendur 4. bekkjar Gagnfræðaskólans með skólastjóra. Haraldur Guðnason, bókavörður, forseti Klúbbsins, stjórnaði hófinu. Ýmsir félagsmenn Klúbbsins tóku til máls og kynntu störf og stefnu Rótarýklúbbanna yfirleitt.
Gerður Sigurðardóttir flutti Klúbbnum þakkarorð fyrir hönd Gagnfræðaskólans.

Oddgeir Kristjánsson, kennari, sýndi skuggamyndir, sem hann hafði tekið sjálfur.

Skólinn þakkar Rotarýklúbb Vestmannaeyja góðvild þessa og höfðingsskap.


4. bekk slitið 12 febr.

12. febrúar s.l. var 4. bekk Gagnfræðaskólans slitið með hófi í skólanum.

Á s.l hausti hófu 26 nemendur nám í gagnfræðadeildinni, þar af þreyttu 24 nem. gagnfræðaprófið og stóðust það allir. Hæstu einkunn hlaut Ágústa Högnadóttir í Vatnsdal, 8,45 og næst hæsta Vigdís M. Bjarnadóttir frá Eyrarbakka, 8,06. Alls hlutu 9 nem. 1. einkunn.

Ísfélag Vestmannaeyja veitti verðlaun þeim nemanda, sem hæsta einkunn hlaut samanlagt í bókfærslu og vélritun. Það var fagur bikar áletraður. Bikarinn hlaut Emma Pálsdóttir, Þingholti. Rótarýklúbbur Vestm. veitti verðlaun þeim nemanda, sem hæsta einkunn hafði hlotið í íslenzku við prófið. Þau verðlaun hlaut Ágústa Högnadóttir.



Elías Þorsteinsson, sem seldi flest eintök af Bliki vorið 1960.

ctr

Efri myndin er af tveim nemendum i lýðháskólanum á Voss í Noregi veturinn 1959—1960. Stúlkan, sem á móti okkur snýr, er Edda Aðalsteinsdóttir Gunnlaugssonar, en hún var nemandi á skóla þessum þennan vetur. Hin stúlkan er norsk. Edda fékk þarna mjög ódýra skólavist fyrir atbeina Norræna félagsins í Rvík.
Neðri myndin er af næst duglegustu sölumönnum Bliks 1960. Frá vinstri: Arnar Einarsson, Sigurður Jónsson og og Kristmann Karlsson, nemendur þá í 2. bekk C.