Blik 1960/Merkisafmæli

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Efnisyfirlit 1960



Merkisafmæli


Lárus á Búastöðum


Á s.l ári hafði Lárus Árnason, bifreiðarstjóri á Búastöðum, ekið hér bifreið í 40 ár. Hann hefur verið lengur bifreiðarstjóri hér en nokkur annar. Jafnframt er hann fyrsti bifreiðarstjórinn hér í bæ.
Árið 1919 stofnuðu nokkrir menn hér bifreiðafélag. Markmið þess var að festa kaup á bifreið, flytja hana hingað til Eyja og nota til flutninga. Jafnframt valdi félagið Lárus Árnason til að læra að aka bifreiðinni. Lárus lærði hjá Jóni Sigmundssyni í ágúst 1919. Ekkert sæti var í farkostinum, og sátu þeir á kössum, kennarinn og nemandinn, meðan á náminu stóð, en það tók 4 daga.
Fyrsta árið, sem Lárus ók bifreiðinni, var ekkert stýrishús á henni, og sat Lárus við stýrið í olíuklæðum með sjóhatt, þegar rigning var.
Lárus ók öllu, sem bauðst, á bifreiðinni nema salernisvöru. Því neitaði hann gjörsamlega, eins og hann segir sjálfur frá.

ctr


Neðri myndin til hægri er af fyrstu bifreiðinni, sem Lárus Árnason ók. Það var VE 2, önnur bifreiðin, sem hingað fluttist, eins og hálfs smálesta fólksflutningsbifreið af Ford-tegund, sem breytt var í vöruflutningabifreið.
Efri myndin til hægri er af Lárusi Árnasyni með einkennishúfuna, sem hann fékk löngu seinna. — Þegar Lárus hafði ekið VE 2 á annað ár, skipti hann um bifreið og ók VE 6. Myndin til vinstri er af þeirri bifreið. — Lárus Árnason hefur verið gætinn og farsœll í starfi sínu.

ctr


Myndin til hægri: Lárus Árnason, bifreiðarstjóri, fer höndum um súluunga, en hann er einn kunnasti bjargveiðimaður Eyjanna, hefur stundað fuglaveiðar í Úteyjum um hálfrar aldar skeið, fyrst í Elliðaey í 13 ár og síðan í Bjarnarey í 37 ár eða þar um bil.
Efri myndin til vinstri er af Kristmundi í Draumbæ, sem þenur nikkuna sína, en fyrir það var hann kunnur hér áður fyrr, býsna listamannslegur.
Á miðri myndinni glíma kunnir Eyjaskeggjar undir „harmonikumúsikk“. Þar þenur Hjálmar Eiríksson nikku sína.



Í veizlu sat ung og fögur stúlka við hlið prófessors, sem hafði orð á sér fyrir að vera allmjög viðutan. „Þekkið þér mig ekki, prófessor?“ sagði hún brosandi. „Munið þér ekki, þegar þér báðuð mín?“
„Nú, já, voruð það þér?“ sagði prófessorinn. „Og hvernig var það, tókuð þér mér, eða hvað?“

Tvær grannvitrar hefðarfrúr ræddust við:
1. frú: Skyldi nokkuð vera til í því, að karl búi í tunglinu? Ég heyrði mennina okkar vera að tala um það í gærkvöldi, að þeir hefðu séð mánakarlinn.
2. frú: Jú, þetta er sjálfsagt satt, því að ég heyrði oft talað um horn Hornafjarðarmánans, þegar ég var ung, og það held ég að hafi verið hornið á kölska karli í tunglinu.

Feðgar tveir í Eyjum unnu saman að því að steypa steina. Sonurinn sá um að láta sementið í lögunina, einn poka í hverja hræru.
Eitt sinn láðist piltinum að láta sementið í sandinn. Þá varð honum að orði, er þeir hrærðu í gríð og ergi:
„Æ, mikill andspíti, gleymdi ég þá ekki að láta sementið í.“
„Það er allt í lagi, væni minn,“ svaraði faðirinn, „við látum þá bara tvo poka í næstu hræru.“

Sigga í 4. bekk strýkur þurrkur.
ctr
„Nú liggur vel á mér.“
Tákn hins enska ofbeldis.
Myndin af Anderson brennd á báli á þjóðhátíð Vestmannaeyja 1959.
ctr

Einn í 4. bekk.
Matsveinaframleiðsla skólans á frumstigi.