Blik 1955/Gamlar skólamyndir úr Eyjum
Myndin til vinstri er af Högna Sigurðssyni í Vatnsdal, sem þá var barnakennari
hér í Eyjum, og nemendum hans. Myndin er tekin árið 1905 og þetta mun vera 12-ára bekkur barnaskólans hér. Skólastjóri var Steinn Sigurðsson. Kennarar voru Eiríkur Hjálmarsson og Högni Sigurðsson. Frú Lára Guðjónsdóttir, Kirkjulandi, hefur lánað okkur þessar myndir, og færum við henni beztu þakkir fyrir. Þ.Þ.V.
Hér koma nöfn skólafólksins:
Stúlkurnar í fremri röð, talið frá v. til h.: Sigrún Finnsdóttir, Elínbjörg Elíasdóttir, Rannveig Jónsdóttir, að nokkru leyti alin upp hjá Gísla Engilbertssyni og konu hans á Tanganum; Magnúsína Eyjólfsdóttir, frá Eystri Vesturhúsum, Jónína Jónsdóttir, frá Jómsborg, Guðbjörg Guðmundsdóttir, frá Batavíu, Guðrún Helgadóttir, frá Steinum.
Aftari röð, frá v. til h.: Vilhjálmur Jónsson, frá Dölum, Jón ... frá Merkisteini, Ísleifur Högnason, frá Baldurshaga, Matthías Jónsson, frá Dölum, Jóhanna Björnsdóttir, frá Nýjabæ, Einar Einarsson, frá Norðurgarði, Guðrún Sigmundsdóttir, frá Uppsölum, Gísli Hjálmarsson, frá Kuðung, Guðbjörg Guðmundsdóttir, frá Kirkjubæ, Þórður Guðjónsson frá Kirkjubóli, Loftur Jónsson, Vilborgarstöðum, Finnbogi Finnbogason, frá Norðurgarði, Einar Jónasson, frá Heiði. — Aftast stendur Högni Sigurðson, kennari. Myndina tók Lárus Gíslason.
Fremst á myndinni t.v. standa (talið frá v. til h.):
Piltar: Sigurður Einarsson, frá Norðurgarði, Ársæll Sveinsson, frá Sveinsstöðum, Kristinn Ástgeirson, frá Litlabæ, Haraldur Eiríksson, frá Vegamótum. Stúlkur: Þorbjörg Sigurðardóttir, frá Björgvin, Pálína Guðmundsdóttir, frá Háagarði, Guðbjörg Þórðardóttir, frá Dal, Valgerður Friðriksdóttir, frá Gröf, Rannveig Jónsdóttir, Tanganum, Sigríður Guðlaugsdóttir, frá Brekkuhúsi, Guðrún ..., frá Sjónarhól, Guðjón Helgason, frá Dalbæ, (lengst til h.).
Aftari röð, 8 piltar frá v. til h.: Georg Gíslason, frá Stakkagerði, (fyrir aftan hann standa): Guðmundur Árnason, frá Ásgarði og Árni Finnbogason, frá Norðurgarði. Næst eru þeir: Jóhann Pálmason, frá Stíghúsi (fyrir aftan H. Eiríksson), Ólafur Ástgeirsson, frá Litlabæ, Jóhann Scheving, frá Vilborgarstöðum, Þorvaldur Guðjónsson, frá Sandfelli, Bergur Guðjónsson, frá Kirkjubóli. —
Aftast standa: Högni Sigurðsson, kennari og Steinn Sigurðsson, skólastjóri.
Myndina tók Lárus Gíslason.