Blik 1950/Frumvarp til reglugjörðar fyrir Unglingaskóla í Vestmannaeyjum

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Efnisyfirlit 1950



Frumvarp til til reglugjörðar
fyrir Unglingaskóla Vestmannaeyja


1. gr.

Skólinn heitir „Unglingaskóli Vestmannaeyja“.

2. gr.

Allir þeir, sem tekið hafa aðalpróf samkvæmt fræðslulögunum frá 22. nóvember 1907, geta fengið upptöku í skólann.

3. gr.

Kennslan fer fram í barnaskólahúsi Vestmannaeyja undir umsjón og eftirliti skólanefndar Vestmannaeyja skólahéraðs. Skólinn hefst 1. október og stendur yfir að minnsta kosti 3 mánuði.

4. gr.

Skyldunámsgreinar í skólanum eru þessar: Íslenzka, náttúrufræði, landafræði, saga, stærðfræði og annað hvort danska eða enska. Auk þessara námsgreina skal kenna söng, leikfimi, teiknun og handavinnu, þegar þess er kostur.

5. gr.

Kennarar skólans skulu ráðnir af skólanefnd Vestmannaeyja með skriflegum samningi.

6. gr.

Kennslubækur skulu valdar af kennurum í samráði við skólanefnd. Skólastjóri leggur fyrir skólanefnd til samþykktar stundaskrá í byrjun hvers skólaárs.

7. gr.

Í lok hvers skólaárs skal haldið próf í öllum skyldunámsgreinum skólans að viðstöddum tveimur prófdómendum, er hlutaðeigandi bæjarstjórn kýs.

8. gr.

Skólanefnd ákveður skólagjald fyrir eitt ár í senn. Skal það gert og upphæð þess auglýst að minnsta kosti einum mánuði áður en skólinn byrjar.
Kostnaður við skólahaldið greiðist úr bæjarsjóði Vestmannaeyja að svo miklu leyti, sem skólagjöld og væntanlegur styrkur úr ríkissjóði ekki hrökkva til.

Þannig samið af skólanefnd Vestmannaeyjakaupstaðar og samþykkt á fundi bæjarstjórnarinnar 8. sept. 1923.

Bæjarfógetinn í Vestmannaeyjum, 8. september 1923,
Karl Einarsson.

Reglugjörð þessi staðfestist hér með að því áskildu, að kennslustundir verði minnst 4 á dag.

Í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 2. október 1923.
F.h.r.
G. Sveinbjörnsson.
Sigfús M. Johnsen.