Blik 1940, 8. tbl./9 þing S.B.S.

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Efnisyfirlit 1940


9 þing S.B.S.


var háð í Reykjavík dagana 22.—24. f.m. Mættir voru um 60 fulltrúar frá 17 skólum. — Margar tillögur voru samþykktar á þingi þessu, og var þar mikill samhugur ríkjandi um lausn bindindismálsins.
Kjör hlutu í stjórn Sambandsins:
Helgi Sæmundsson frá Vestmannaeyjum, forseti.
Guðmundur Sveinsson, stud.art., gjaldkeri.
Magnús Jónsson, stud. jur., ritari.
Helgi Sæmundsson er annar forseti Sambandsins, er hefir stundað nám við Gagnfræðaskólann í Vestmannaeyjum.
Þingi S.B.S. var slitið í Skíðaskálanum í Hveradölum með kaffidrykkju. Var síðan stiginn dans fram eftir nóttu.
Ávarp til íslenzkrar æsku frá forseta S.B.S. hefir birzt í dagblöðunum í Reykjavík 5. þ.m.


____________________________________
Ábyrg ritstjórn:
Stjórn Málfundafélags Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum.
STEINDÓRSPRENT H.F.
Reykjavík 1940.