Blik 1940, 7. tbl./Skólavísur

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Efnisyfirlit 1940


Skólavísur.

Í sambandi við fundi Málfundafélags Gagnfræðaskólans hafa nemendur skemmt sér við að botna vísur. Hér birtast nokkrar, sem orðið hafa til á þennan hátt og blaðinu hafa borizt frá „botnahirði“ skólans:

Fölna runnar, falla strá.
Feykir vindur köldum snjá.
Tíminn líður. Tökum á!
Takmarkinu skulum ná.


Á málfundum er mikið fjör,
margt ber þar á góminn.
Þar meyjar brýna mærðarhjör
og Mundi bassaróminn.


Á málfundum er mikið fjör,
margt ber þar á góma.
En sumir koma fýluför
formanni til sóma.


Mætir þú á málfundi,
munt þú gott af hljóta.
Þar Dollý svarar Sigmundi
um söguburði ljóta.