Blik 1939, 6. tbl./Söngur Sveins

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Efnisyfirlit 1939



Úr söngleiknum: „Í brekkunni við fossinn.“


Loftur Guðmundsson, kennari:


Söngur Sveins.
Í blámóðu fjarlægðar blika tindar fjalla
og bjarma slær á jöklanna silfurstalla.
Úr blámóðu fjarlægðar hug minn heilla og kalla
hljómþýðar raddir ... Af stað ... Af stað.
Í blámóðu fjarlægðar býr svo margt í leynum.
Þar bjóða æfintýrin sitt gull þeim einum
sem hræðist ekki veglausar auðnir hrauns og heiða.
Hug minn töfrar það. — Aðeins það.


Hvað stoðar þeim að vona, sem hýma stöðugt heima. —
— Í huganum láta sig gullið dreyma.
Þeim einum sem ei hikar við að halda tæpar leiðir
hamingjan veitir sitt glæsta svar.
Ég hræðist ekki fjöllin, hindranir og þrautir.
Hugdjarfur ég ryð mínar eigin brautir.
Ég veit að gæfan bíður mín handan jökla og heiða.
Og hvergi nema þar, — nema þar.