Blik 1938, 2. tbl./Besta eignin.

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Efnisyfirlit 1938


BESTA EIGNIN.

Ég hygg, að ekkert barn eigi betra til í eigu sinni en góða og ástríka móður. Börn gera sér oft ekki grein fyrir, hvað móðir þeirra hefir verið þeim, fyr en þau hafa farið frá henni út í heiminn.
Enginn veit, hve mikið móðirin gerir fyrir barnið sitt. Hversu margar vökunætur hefir hún ekki haft, þegar það er veikt. Þær vökunætur eru ennþá þjáningarmeiri, þegar hún veit af barninu sínu einhversstaðar úti að slarka og í vond­um félagsskap. Mörg börn eru þannig gerð, að þau láta orð móður sinnar sem vind um eyrun þjóta, en svo þegar þau eru farin frá henni, þá þrá þau huggunarorð hennar og ástríki. Ég veit, að það er besta ósk hverrar móður, að barnið hennar læri eitthvað nytsamt, sem geti orðið því að gagni í lífinu, bragði hvorki áfengi né tóbak og verði góður og nytsamur maður, þá hefir hún fengið sína fyrirhöfn greidda.

H. S. 1. bekk.