Bjarni Sveinsson (Frydendal)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Bjarni Sveinsson (Barney Swanson) frá Sólheimahjáleigu í Mýrdal, vinumaður fæddist þar 13. maí 1855 og lést 12. maí 1935 í Vesturheimi.
Foreldrar hans voru Sveinn Sigurðsson bóndi, f. 20. ágúst 1823, d. 4. júní 1887, og kona hans Auðbjörg Einarsdóttir húsfreyja, f. 23. maí 1819, d. 9. nóvember 1884.

Bjarni var hjá foreldrum sínum 1867, fór þá með þeim að Skarðshlíð, var vinnumaður þar 1870, vinnumaður á Rauðafelli 1880, fór til Eyja 1884, var vinnumaður í Frydendal.
Hann fór frá Klyppstað í Loðmundarfirði yfir í Austdal í Seyðisfirði 1886, fór til Vesturheims 1888 frá Vestdal í Seyðisfirði.
Bjarni var húsbóndi í Blaine Ward 1 í Whatcom í Washington í Bandaríkjunum 1910.
Hann lést 1935.



Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.