Björk Guðnadóttir
Björk Guðnadóttir tölvu- og upplýsingafræðingur, vinnur hjá Fræðsluneti Suðurlands, fæddist 25. desember 1978.
Foreldrar hennar Guðni Georgsson, pípulagningamaður, slökkviliðsmaður, björgunarsveitarmaður, f. 14. október 1957, og kona hans Vigdís Rafnsdóttir, húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 7. júlí 1958.
Börn Vigdísar og Guðna:
1. Björk Guðnadóttir, f. 25. desember 1978.
2. Alma Guðnadóttir, f. 4. nóvember 1988.
Þau Magnús Þór giftu sig, hafa eignast tvö börn. Þau búa á Hvolsvelli.
I. Maður Bjarkar er Magnús Þór Einarsson, frá Hvolsvelli, landgræðslufræðingur, f. 24. maí 1985. Foreldrar hans Einar Grétar Magnússon, f. 9. september 1951, og Benedikta Sigríður Steingrímsdóttir, f. 11. mars 1953.
Börn þeirra:
1. Emilía Sif Magnúsdóttir, f. 11. september 2015.
2. Guðni Veigar Magnússon, f. 27. febrúar 2019.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Vigdís.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.