Björgvin Björgvinsson (kennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Björgvin Björgvinsson.

Björgvin Björgvinsson kennari, myndlistarmaður fæddist 26. nóvember 1955.
Foreldrar hans Björgvin Guðmundsson viðskiptafræðingur, fjölmiðlamaður, framkvæmdastjóri, f. 13. september 1932, d. 9. apríl 2019, og kona hans Dagrún Þorvaldsdóttir húsfreyja, f. 1. apríl 1934, d. 22. nóvember 2015.

Björgvin varð gagnfræðingur í Ármúlaskóla 1972, lauk myndmenntakennaraprófi í K.H.Í. 1979., stundaði framhaldsnám í myndlist byam Shaw Svool of Art London 1980-1981 og The Faculty of Fine Arts of the University of Arts of Belgrad 1981-1982.
Hann var kennari í Grunnskólanum á Dalvík 1979-1980, í Álftanesskóla í Bessastaðahreppi 1982-1983, í Hamarsskólanum í Eyjum og Gagnfræðaskólanum þar 1983-1984, Hólabrekkuskóla í Rvk 1984-19815, Hlíðaskóla í Rvk og Laugarnesskóla í Rvk frá 1985. Sumarstörf hans voru bifreiðastjórn, sjómennska, vinna á geðdeild Landspítalans og á skóladagheimili Borgarsðítalans , hjá íþrótta- og tómstundaráði Rvk frá 1985.
Björgvin hefur haldið myndlistarsýningar í í Rvk 1985, í Eyjum 1984, samsýningu á Akranesi 1984.
Hann var formaður íslensku sendinefndarinnar á þingi norrænna myndmenntakennara í Svíþjóð 1985, sótti þing norrænna myndmenntakennara í Finnlandi 1986. Hann var formaður Félags íslenskra myndmenntakennara 1984-1985, formaður sýningarnefndar vegna Listahátíðar unga fólksins að Kjarvalsstöðum 1986.
Rit:
Allmargar blaðagreinar.

I. Kona Björgvins er Pirjo Aaltonen.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.